Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 42
KRISTÍN VIÐARSDÓTTIR lando hyggst feta í fótspor feðra sinna en þar sem hann er aðeins sextán ára er hann enn dæmdur til að hanga í pilsfaldi móður sinnar sem er bundin hús- inu og garðinum þar sem páfuglar ráfa um. Woolf tekst að vefa saman í einni efnisgrein nokkra mikilvægustu þræði textans, samband kyns, tíma og ásýndar eða dulargervis og bendir einnig á landvinningastefnu breska heimsveldisins og yfirgang þess gagnvart framandi menningu. Orlando virðist vera á góðri leið með að feta í fótspor feðra sinna framan af sögu. Hann er gerður að fulltrúa lands síns í Konstantínópel og gegnir einnig öðr- um virðingarstöðum heimsveldisins, en ást hans á ljóðlist, hugsanir hans og tilfínningalíf trufla sífellt frásögnina af ytri atburðum og taka æ meira pláss í textanum þrátt fyrir góðan ásetning sögumanns. Staða Orlando tekur þó fyrst verulegum breytingum eftir að hann hefúr umbreyst í konu. Hún yfirgefur opinbera stöðu sína í Konstantínópel án nokkurra málalenginga og segir í fyrstu skilið við eigin menningu þegar hún sest að hjá sígaunum. Þegar hún svo snýr aftur til Englands þarf að fara ffam dómsmál til að skera úr um það að hún sé í raun tU: The chief charges against her were (I) that she was dead, and therefore could not hold any property whatsoever; (2) that she was a woman, which amounts to much the same thing. (105) Þessi íróníska framsetning á stöðu hennar verður enn beittari sé það haft í huga að dómsmálið tekur meira en hundrað ár og það er ekki fyrr en eftir að hún hefur fundið sér eiginmannsefni sem úrskurðurinn fæst: Sex? Ah! what about sex? My sex’, she read out with some solemnity, 'is pronounced indisputably, and beyond the shadow of a doubt [. . .] female. The estates which are now desequestrated in perpetuity descend and are tailed and entailed upon the heirs male of my body. (159) Sem kona getur hún ekki tekið við föðurarfleifðinni því hún er, eins og orðið sjálft gefur til kynna á íslensku, einungis ætluð körlum. Erfðarétturinn geng- ur frá föður til sonar kynslóð fram af kynslóð líkt og konur væru ekki til (nema þá sem líkamar sem fæða af sér syni) og má auðveldlega heimfæra þessa lagalegu stöðu Orlando og ósýnileika upp á stöðu kvenna í bók- menntahefðinni. í Sérherbergi6 fjallar Woolf ítarlega um útilokun kvenna ffá þeirri hefð, hvernig þeim var neitað um menntun, fjármuni og tækifæri til að skrifa og þær hafi því til skamms tíma ekki haft neina kvenlega bókmennta- hefð að styðja sig við.7 Woolf telur bókmenntahefð karla vera ónothæfa fyrir konur því með henni geti þær ekki tjáð reynslu sína og því verði þær að skapa sér sína eigin kvenlegu hefð (Sérherbergi, 107-8). í Orlandosegir að karlhöf- 40 www.mm.is TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.