Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 49
KYNLEGIR KVISTIR arbitrary relation between such acts, in the possibility of a failure to repeat, a de-formity, or a parodic repetition that exposes the phantasmatic effect of abiding identity as a politically tenuous construction. (Butler, 141) Orlando er persóna sem tekur ekki nema að hluta þátt í endurteknum gjörn- ingi kyngervis síns en gengst um leið undir hann að verulegu leyti. Enda má segja að í Orlando leiki Virginia Woolf sér fyrst og ffemst með hugtökin kyn og kyngervi með því að sýna fram á hve ólík reynsla og möguleikar bíða sömu persónu eftir því hvors kyns hún er, eða er talin vera, hverju sinni. Orlando er, eins og ég minntist á í upphafi, einum þræði pólitískt verk, nánar tiltekið kvennapólitískt þar sem farsakennd staða kvenna í menningarsög- unni er í brennidepli og er þá gert ráð fyrir því að konur eigi sér, þrátt fyrir flöktandi kyngervi og mismunandi kynhneigð, vissa sameiginlega reynslu í nútíð og fortíð. Orlando getur varla talist meðal þekktustu skáldsagna Virginiu Woolf og kannast eflaust margir íslenskir lesendur við hana fyrst og fremst vegna sam- nefndrar kvikmyndar Sally Potter sem gerð var eftir sögunni. Sjálf segir Woolf í dagbók sinni að bókin hafi verið nokkurs konar stund milli stríða, að sköpun hennar hafi verið átakaminni en þeirra sem komu á undan og eftir, það er To the Lighthouse og The Waves. Hvað sem því líður á Orlando fullt er- indi við lesendur dagsins í dag, ekki síður en önnur verk Woolf, ekki síst vegna skarprar greiningar á stöðu kvenna sem að sumu leyti á enn við nú röskum sjötíu árum eftir útkomu bókarinnar. Hin fantastísku umskipti Or- lando og rótið sem fylgir þeim eru auk þess í skemmtilegum textatengslum við umræðu dagsins þar sem kynskipti, klæðskipti og kynusla ýmiss konar ber á góma svo að segja daglega hvort sem er í dægurmenningu, fagurmenn- ingu eða fræðilegri umræðu.10 Aftanmálsgreinar 1 Ein smásagna Woolf hefur birst í íslenskri þýðingu Sigurðar Ingólfssonar, „Rökræður á Pentalikusarfjalli“, sjá TímaritMáls ogmenningar 1989; 50(3), s. 376-382. Ekki hef ég get- að haft upp á fleiri þýðingum á verkum hennar hér á landi. 2 Geir Svansson hefur gert góða grein fýrir kenningum Butler í greininni „Ósegjanleg ást. Hinsegin sögur og hinsegin fræði í íslensku samhengi“ og eru hugtökin „kyngervi“ og „kyngervisusli“ þýðingar hans á gender trouble og gender. Með „kyngervi“ er átt við menningarbundið kyn andstætt líffræðilegu kyni. Sjá Skírni, haust 1998, s. 476-527. ■ 3 Um ævi Sackville-West má m.a. lesa í bók sonar hennar Nigel Nicholson, Portrait of a Marriage en eftir henni hafa einnig verið gerðir sjónvarpsþættir. Vita var lesbía og villti stundum á sér heimildir með því að klæðast sem karlmaður og þannig ferðaðist hún meðal annars með ástkonum sínum. Hún giftist Harold Nicholson og eignaðist með honum tvo syni, en bæði löðuðust að eigin kyni. Þrátt fyrir það tókst þeim að halda hjónabandi sínu TMM 1999:3 w ww. m m. ís 47
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.