Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 60
SHÍRLEyJACKSON einu fóru allar konurnar að tala og sögðu: „Hver er það?“ „Hver fékk hann?“ „Er það Dunbarfjölskyldan?“ „Er það Watsonfjölskyldan?“ Síðan fóru raddirnar að segja: „Það er Hutchinson. Það er Bill,“ „Bill Hutchinson fékk hann.“ „Farðu og láttu föður þinn vita,“ sagði frú Dunbar við eldri son sinn. Fólk fór að líta í kringum sig til að sjá Hutchinsonfjölskylduna. Bill Hutchinson stóð hljóður og starði á miðann í lófa sínum. Allt í einu hrópaði Tessie Hutchinson til Summers: „Þú gafst honum ekki nógan tíma til að taka miðann sem hann vildi. Ég sá til þín. Það var ekki sann- gjarnt!“ „Láttu ekki svona, Tessie,“ kallaði frú Delacroix og frú Graves sagði: „Við tökum öll sömu áhættuna.“ „Þegiðu Tessie,“ sagði Bill Hutchinson. „Jæja, gott fólk,“ sagði Summers, „þetta gekk nokkuð fljótt og nú verðum við að flýta okkur aðeins meira til að ljúka þessu í tæka tíð.“ Hann gáði á næsta lista. „Bill,“ sagði hann, „þú dregur fyrir Hutchin- sonfjölskylduna. Eru fleiri heimili innan Hutchinsonfjölskyldunnar?“ „Já, Don og Eva,“ hrópaði frú Hutcinson. „Látum þau freista gæf- unnar!“ „Dætur draga með fjölskyldum eiginmanna sinna,Tessie,“ sagði Summers blíðlega. „Þú veist það jafn vel og allir aðrir.“ „Það var ekki sanngjarnt,11 sagði Tessie. „Ég held ekki, Joe,“ sagði Bill Hutchinson hryggur í bragði. „Dóttir mín dregur með fjölskyldu mannsins síns, það er ekki nema sann- gjarnt. Og ég á ekki aðra fjölskyldu en börnin.“ „Svo þú dregur þá fyrir fjölskylduna,“ útskýrði Summers, „og þú dregur líka fýrir heimilið. Er það ekki?“ „Jú,“ sagði Bill Hutchinson. „Hve mörg börn, Bill?“ spurði Summers formlega. „Þrjú,“ sagði Bill Hutchinson. „Það er Bill yngri og Nancy og Dave litli. Og Tessie og ég.“ „Allt í lagi,“ sagði Summers. „Harry, ertu búinn að fá miðana þeirra aftur?“ Graves kinkaði kolli og lyfti pappírsmiðunum. „Láttu þá í kassann,“ skipaði Summers. „Taktu miðann hans Bill og láttu hann í.“ „Mér fmnst að við ættum að byrja aftur,“ sagði frú Hutchinson eins 58 www.mm.is TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.