Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 80
HORACIO QUIROGA er þrúgandi og í því ríkir dauðaþögn. En þegar kvöldar verður samt drungaleg fegurð þess að einstæðri tign. Sólin var hnigin þegar maðurinn fann skelfilegan kulda þar sem hann lá til hálfs niðri í bátnum. Allt í einu reisti hann höfuðið undr- andi: honum leið betur. Hann fann varla til í fætinum, það dró úr þorstanum, honum hafði létt fyrir brjósti og hann andaði rótt. Eitrið þvarr, á því lék enginn vafi. Honum leið næstum vel. Og þótt hann hefði naumast mátt til að hreyfa höndina hélt hann að sér batn- aði alveg þegar færi að döggva. Hann bjóst við að verða kominn til Tacúrú-Púcú innan þriggja klukkustunda. Vellíðan hans jókst og um leið draumkennt ástand þrungið minn- ingum. Nú fann hann ekki lengur fyrir fætinum eða kviðnum. Ætli Gaona félagi búi enn í Tacúrú-Púcú? Kannski mundi hann líka hitta fyrrum húbónda sinn, mister Dougald, og timburkaupmanninn. Ætli sé stutt eftir? Vesturhiminninn opnaðist nú líkt og gullið tjald og á fljótið hafði líka brugðið rauðan lit. Fjallið sendi rökkursvala frá ströndinni, sem var orðin dimm við Paragvæ með andblæ frá appel- sínublómum og skógarhunangi. Hátt uppi flugu páfagaukahjón í átt- ina að Paragvæ. Á gullnu fljótinu fyrir neðan hringsnerist báturinn stöku sinnum og rak hratt í iðustraumi. Manninum þar leið stöðugt betur og betur og hugsaði á meðan um hvað væri nákvæmlega langt síðan hann hefði hitt fyrrum húsbónda sinn, hann mister Dougald. Þrjú ár? Kannski ekki svo langt. Tvö ár og níu mánuðir? Kannski. Átta og hálfur mánuð- ur? Já, eflaust það. Skyndilega fann hann að honum varð ískalt upp að brjósti. Hvað ætli þetta sé? Og andardrátturinn ... Hann hafði kynnst timburkaupmanni misters Dougalds, Lorenzo Cubilla, í Puerto Esperanza á föstudaginn langa .. . Föstudaginn? Já, eða á fimmtudegi... Maðurinn teygði hægt úr fmgrunum. Á fimmtudegi... Og hann hætti að anda. 78 www.mm.is TMM 1999:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.