Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Blaðsíða 93
LEIKHÚSIÐ OG LÍFIÐ
hver á fætur öðrum og að lokum froskur, og taðuxi sem lendir svo
hægt að það veldur velgju og sorg.25
Þessar lýsingar eru í senn fáránlegar og hlægilegar. Þó að Artaud hafi ekki
fjallað mikið um hlátur taldi hann skop og húmor skipta miklu máli sem
nokkurskonar lausnaráhrif og verkfæri til fjarlægingar ffá hinum tungu-
málsbundna veruleika sem ríkti í leikhúsinu:
Það er samt sem áður ekki þar með sagt að þær yfirgefi venjulegar
staðreyndir og tilfinningar heldur eru þetta stökkbretti þeirra, á sama
hátt og SKOP og NIÐURRIF geta nýst til þess að sætta hlátur og skyn-
semisvenjur okkar.26
Þar með viðurkennir hann mátt hlátursins til þess að rífa niður háalvarlegt
tungumálið og yfírgefa það sem tjáningarleið, nokkuð sem var honum alltaf
ofarlega í huga.
Antonin Artaud var byltingarmaður í öllum sínum skrifum. Hann réðist á
flest það sem talið var heilagt í leikhúsinu hvort sem það voru leikhúshefðir
samtímans eða helstu leikskáld sögunnar. Áhersla hans á aukið vægi þess
sem gerir leikhúsið sérstakt kann að virðast öfgakennd og ljóst að þau verk
sem hann skildi eftir sig eru gríðarlega erfið í uppsetningu. Artaud var öfga-
maður og leið verulega fyrir geðveiki sína. En það er áhugavert til þess að
hugsa hversu ótrúleg saga hans er sem dæmi um mörk listar og geðveiki. Ef
líf hans væri leikrit skrifað af öðrum en honum sjálfum myndi það án nokk-
urs vafa færast frá geðveiki yfir í list. Eða eins og hann skrifaði sjálfur í bréfi til
Jean-Louis Barrault, 1935: „Harmleikur á sviði er ekki lengur nóg fýrir mig,
ég ætla að flytja hann yfir á líf mitt.“27 En hvað sem um Artaud má segja er
ljóst að hann benti með réttu á að stundum mega menn vara sig á virðing-
unni fyrir hefðunum í leikhúsi og einbeita sér frekar að því að halda því lif-
andi. Það er einmitt sú hugsun sem hefur haft mikil áhrif á marga af
þekktustu leikstjórum heims eins og Peter Brook og Jersíj Grotovskíj og á
stöðugan rétt á sér.
Við gerð þessarar rítgerðar var stuðst við og vísað í eftirfarandi rit:
Artaud, Antonin: 1968a, Collected works, I.bindi, ensk þýð.: Victor Corti, John Calder Publis-
hers, London.
-----: 1968b, Collected works, Il.bindi, ensk þýð.: Victor Corti, John Calder Publishers,
London.
-----: 1968c, Collected works, IILbindi, ensk þýð.: Victor Corti, John Calder Publishers,
London.
TMM 1999:3
www.mm.is
91