Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 107
LORENZO VALLA, ÁRNl MAGNÚSSON OG . . . tóku því vel en í Páfagarði vildu menn að hann tæki orð sín aftur, nokkuð sem hann neitaði að gera og fékk þó vinnu þar nokkrum árum síðar. Til eru um 20 handrit ritsins ffá síðari hluta 15. aldar ogbyrjun 16. aldaren fyrst kom það út á prenti árið 1506, að öllum líkindum í Strassborg (endurprentað 1520). Siða- skiptamenn í Þýskalandi uppgötvuðu ritið sem áróðurstæki og gaf Ulrich Hutten það út tvívegis árin 1518 og 1519, hugsanlega í Basel. Lúther hélt mikið upp á það sem harða gagnrýni á páfa. Það var þýtt á tékknesku árið 1513 en á frönsku 1522, þýsku 1524, ensku 1534 og ítölsku 1546. Á latínu var það gefið nokkrum sinnum út á 16. öld, meðal annars í heildarútgáfu á verkum Valla í Basel árið 1540 og aftur 1543. Það var virkur þáttur í pólitískum deilum manna um tengsl kirkjunnar og keisaradæmisins á 16. öld og á 17. öld var það prentað að minnsta kosti sex sinnum, yfirleitt í samhengi við sömu deilur. Margir urðu til að rita gegn því og ff eistuðu þess að sýna að gjafabréfið væri alls ekki falsað, til að mynda ítalski munkurinn Agostino Steuco, sem benti á að Valla hefði látið hjá líða að grafast fyrir um betri eintök textans en þá styttu gerð sem gaf að líta í kirkjuréttarsafni Gratíanusar frá miðri 12. öld.9 III Verðugt væri að grafast fyrir um það hvenær farið var að skilgreina rit Valla sem tímamót í sögu evrópskrar fræðimennsku. í byrjun 18. aldar varði Pierre Bayle í orðabók sinni þremur folioblaðsíðum í Valla sem lélegan þýðanda, mikinn málhreinsunarmann og helsta slagsmálahund sem um gæti í lýðveldi lærðra „l’un de plus grands duellistes de la République des Lettres", en rétt nefnir gagnrýni hans á gjafabréfið sem árás á kirkjuna. Jöcher segir í lærðramannatali sínu um miðja 18. öld fátt eitt af Valla og rétt nefnir margumrætt rit meðal verka hans.10 Fornbréfafræðingum í lok síðustu aldar þótti enn minna til Valla koma. Harry Bresslau gat hans árið 1889 sem eins fulltrúa þess að „die historische Kritik“ hefði vaknað til vitundar á 15. og 16. öld en tók skýrt fram að þeim körlum hefði ekki tekist að mynda heildstæða aðferð eiginlegrar skjalarýni „ein System diplomatischer Kritik.“ Fimm árum síðar var Arthur Giry á sömu buxum þegar hann lýsti árás Valla á gjafabréfið sem „un examen rigoureux“ en að gagnrýni hans sýndi reynsluleysi og þekkingarleysi á venjum miðalda „trés inexpérimenté, trés ignorante des usages du moyen áge.“ Fyrir vikið hefði hún dugað til að sanna að skjalið væri falsað en ekki til að ákvarða aldur þess eða markmið fölsunarinnar.11 Ég kanna þetta ekki frekar að svo stöddu. Ég ætla heldur ekki að svara áleitinni spurningu: hvað er þá svona merkilegt við þetta rit? Það bíður betri tíma en auðvitað er það rétt að gagnrýni Valla er mikilvæg þegar hugað er að sögulegri þróun TMM 1999:3 www.mm.is 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.