Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Side 108
MÁRJÓNSSON húmanískra vísinda. Réttast væri að þýða ritið á íslensku hið snarasta með rækilegum inngangi og góðum skýringum. Það sem fýrir mér vakir með stuttri úttekt á Valla er að sýna hvernig þekk- ing á útlendum viðburðum og atriðum er nauðsynleg fýrir framvindu ís- lenskra fræða. Hún er ein af forsendum þeirra eigi þau að dafna á næstu öld. Annars vegar er efnislegt samhengi í þeim skilningi að íslenskir fræðimenn verða að skoða og sýna viðfangsefni sitt í birtu frá útlöndum með athugun á áhrifum, samanburði við sambærilega hluti og fróðleik um það sem við- fangsefnið er hluti af. Hins vegar er aðferðafræðilegt samhengi í þeim skiln- ingi að lestur á erlendum fræðiritum, til dæmis um það hvernig og hvers vegna rit Valla og annarra ítalskra húmanista urðu til, hjálpar til við mótun aðferða og hugsunar um íslensk viðfangsefni, hvort sem vitneskjan beinlínis kemur málinu við eða ekki. Helsta vandamálið er að vart er vinnandi vegur að stunda slíka fræði- mennsku af nokkru viti á íslandi, því þrátt fýrir góðan vilja Landsbókasafns - Háskólabókasafhs eru vart til peningar í landinu til að koma upp alvöru safni bóka sem myndi duga. Til þess þyrfti að minnsta kosti fimmfaldan bókakost, jafnvel tífaldan. Ég hefði til að mynda alls ekki getað skrifað þessar blaðsíður á skömmum tíma nema fyrir þá sök eina að ég átti þess kost í sumar sem styrkþegi Fulbrightstofnunarinnar að sitja á bókasafni Princetonháskóla í Bandaríkjunum þar sem nánast allt er til, að minnsta um Lorenzo Valla en reyndar ekki um Árna. Væri ekki ráð að stofna sjóð til að kosta fræðimenn til skammtímadvalar við bestu bókasöfn í Bandaríkjunum og Evrópu, til dæmis annaðhvort ár, með fé fyrir flugfari, gistingu, mat og óseðjandi ljósritunarkorti? Aftanmdlsgreinar 1 Laurentii Valle epistole. Útgefendur Ottavio Besomi og Mariangela Regoliosi. Padova 1984, bls. 202: 14. águst 1440: „Quis unquam de scientia quapiam atque arte composuit, quin superiores reprehenderet? Alioquin que causa scribendi foret, nisi aliorum aut errata aut omissa aut redudantia castigandi?“ Um þessi ummæli og önnur sambærileg, sjá Peter Mack, Renaissance Argument. Valla and Agricola in the Traditions of Rhetoric and Di- alectic. Leiden 1993, bls. 26-28. 2 Már Jónsson, Árni Magnússon. Ævisaga. Reykjavík 1998, bls. 55. 3 Einar Már beitir þessu sjálfur í riti sínu Le miroir. Naissance d’un genre littéraire. París 1995, þar sem hann segir: „et pour commencer nous voulions situer cette oeuvre concrétement dans le contexte littéraire et intellectuel de l’ensemble de l’Occident chrétien" (bls. 10), sbr. „il faudrait donc toujours situer les textes qu’on étudie aussi précisement que possible dans le champ intellectuel de leur époque et dans la pensée de leur auteur pour définir la valeur qu’on peut leur accorder“ (bls. 22). Hann sýnir þetta í verki með stórfróðlegri umfjöllun um spegla í fornöld á bls. 36-42. 4 Mariangela Regoliosi, „Le congetture a Livio del Valla: metodo e problemi." Lorenzo Valla e l’umanesinto italiano. Atti del convegno internazionale di studi umanistici. Ritstjórar 106 www.mm.ts TMM 1999:3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.