Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 110
Ritdómar Að hafa fjarlægð á nálægðina Guðbergur Bergsson, Eins og steinn sem hafið fág- ar. Skáldævisaga, Forlagið 1998,405 bls. Skáldið „reynir að finna nýtt upphaf með ósk um að útmá sig, finna sig á ný eins og óskrifað blað“ (bls. 354). I öðru bindi skáldævisögu sinnar heldur Guðbergur Bergsson áffam þar sem frá var horfið í Faðir, móðir og dulmagn bernskunnar að skapa „hliðstæðu“ við líf sitt og skáldskap. Guðbergur bætir sex dulmögnum og fimm köflum að auki við þessa upprunasögu. í verkinu þræðir hann áfram svipuð þemu og í fýrra bind- inu: samband skáldskapar og veruleika, áhrif foreldra, minni og listsköpun, en kynnir líka ný efni til sögunnar. Tíma- sviðið er svipað og í fýrri bókinni, því enn er barnæska Guðbergs í fýrirrúmi, þó við fýlgjum honum hér til unglings- ára. Ekki svo að skilja að beinni tímaröð sé fylgt frekar en í fýrsta bindinu, heldur spinnur Guðbergur saman ólíka þætti og viðburði úr æsku sinni í því skyni að kanna áhrifavalda á hugsun sína og listsýn. Eins og til að undirstrika að hér sé ekki á ferðinni hefðbundin sjálfsævisaga sem reki atburði úr lífi í réttri tímaröð og til að sýna að líf hans hafi mótast af öðr- um þáttum og annarri tímahugsun, lýkur öðru bindinu með frásögn af kvöldinu sem Guðbergur fæddist. Það eru reyndar tvær barnsfæðingar sem má segja að rammi inn verkið: fæðing bróð- ur Guðbergs í fýrsta kaflanum og fæðing Guðbergs sjálfs í síðasta kaflanum. Þetta verk lýsir tilurð skálds og því fullkomlega rökrétt innan þeirra marka að ljúka því á fæðingu skáldsins. Um leið er með þeirri frásögn útskýrð sérkennileg hegðun móður hans hver jól sem fjallað var um í fyrsta bindinu og þar með einni áleitn- ustu spurningu þess verks svarað. Sjálfsævisögur skapa ávallt ákveðna ímynd af höfundinum, en sumar eru þannig úr garði gerðar að úr verður nokkurs konar mýta um upphaf og upp- runa höfúndar og gengur Guðbergur nokkuð í þá átt í þessu verki, eins og sag- an af fæðingu hans er ágætt dæmi um. Eins og í fýrsta bindinu eru hér marg- ar áhrifamiklar lýsingar sem skapa þetta sambland af hversdeginum - hinu líkam- lega - og einhvers konar mystískri vídd sem skáldskapur Guðbergs hefúr löng- um einkennst af og má þar nefha söguna af „Karlinum" sem krakkarnir teiknuðu á vegginn, heimsóknina til ömmu á elli- heimilið, og afdrifaríka heimsókn kristnu bræðranna ffá Snæfellsnesi sem dæmi. Athugasemdir um nútímann eru þó hér fýrirferðarmeiri en í fýrsta bind- inu og eru þeir kaflar á stundum helst til orðmargir og í stíl við blaðagreinar og pistla höfundar ffá nýliðnum árum. Guðbergur er ekki mjög hrifinn af þeim breytingum sem hafa orðið í þorpinu hans og um leið og hann rekur uppruna sinn sakar hann yngri kynslóðir um að hafa gloprað sínum niður: „Og afkom- endur þeirra núna eru bara í einhverju liði og kannski skora þeir mörk, kannski ekkert, og virðast hvorki eiga föður né móður, ættland eða þjóð og mynda fýrir 108 www. m m. ís TMM 1999:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.