Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Qupperneq 110
Ritdómar
Að hafa fjarlægð á nálægðina
Guðbergur Bergsson, Eins og steinn sem hafið fág-
ar. Skáldævisaga, Forlagið 1998,405 bls.
Skáldið „reynir að finna nýtt upphaf
með ósk um að útmá sig, finna sig á ný
eins og óskrifað blað“ (bls. 354).
I öðru bindi skáldævisögu sinnar heldur
Guðbergur Bergsson áffam þar sem frá
var horfið í Faðir, móðir og dulmagn
bernskunnar að skapa „hliðstæðu“ við
líf sitt og skáldskap. Guðbergur bætir sex
dulmögnum og fimm köflum að auki við
þessa upprunasögu. í verkinu þræðir
hann áfram svipuð þemu og í fýrra bind-
inu: samband skáldskapar og veruleika,
áhrif foreldra, minni og listsköpun, en
kynnir líka ný efni til sögunnar. Tíma-
sviðið er svipað og í fýrri bókinni, því
enn er barnæska Guðbergs í fýrirrúmi,
þó við fýlgjum honum hér til unglings-
ára. Ekki svo að skilja að beinni tímaröð
sé fylgt frekar en í fýrsta bindinu, heldur
spinnur Guðbergur saman ólíka þætti og
viðburði úr æsku sinni í því skyni að
kanna áhrifavalda á hugsun sína og
listsýn. Eins og til að undirstrika að hér sé
ekki á ferðinni hefðbundin sjálfsævisaga
sem reki atburði úr lífi í réttri tímaröð og
til að sýna að líf hans hafi mótast af öðr-
um þáttum og annarri tímahugsun,
lýkur öðru bindinu með frásögn af
kvöldinu sem Guðbergur fæddist. Það
eru reyndar tvær barnsfæðingar sem má
segja að rammi inn verkið: fæðing bróð-
ur Guðbergs í fýrsta kaflanum og fæðing
Guðbergs sjálfs í síðasta kaflanum. Þetta
verk lýsir tilurð skálds og því fullkomlega
rökrétt innan þeirra marka að ljúka því á
fæðingu skáldsins. Um leið er með þeirri
frásögn útskýrð sérkennileg hegðun
móður hans hver jól sem fjallað var um í
fyrsta bindinu og þar með einni áleitn-
ustu spurningu þess verks svarað.
Sjálfsævisögur skapa ávallt ákveðna
ímynd af höfundinum, en sumar eru
þannig úr garði gerðar að úr verður
nokkurs konar mýta um upphaf og upp-
runa höfúndar og gengur Guðbergur
nokkuð í þá átt í þessu verki, eins og sag-
an af fæðingu hans er ágætt dæmi um.
Eins og í fýrsta bindinu eru hér marg-
ar áhrifamiklar lýsingar sem skapa þetta
sambland af hversdeginum - hinu líkam-
lega - og einhvers konar mystískri vídd
sem skáldskapur Guðbergs hefúr löng-
um einkennst af og má þar nefha söguna
af „Karlinum" sem krakkarnir teiknuðu
á vegginn, heimsóknina til ömmu á elli-
heimilið, og afdrifaríka heimsókn
kristnu bræðranna ffá Snæfellsnesi sem
dæmi. Athugasemdir um nútímann eru
þó hér fýrirferðarmeiri en í fýrsta bind-
inu og eru þeir kaflar á stundum helst til
orðmargir og í stíl við blaðagreinar og
pistla höfundar ffá nýliðnum árum.
Guðbergur er ekki mjög hrifinn af þeim
breytingum sem hafa orðið í þorpinu
hans og um leið og hann rekur uppruna
sinn sakar hann yngri kynslóðir um að
hafa gloprað sínum niður: „Og afkom-
endur þeirra núna eru bara í einhverju
liði og kannski skora þeir mörk, kannski
ekkert, og virðast hvorki eiga föður né
móður, ættland eða þjóð og mynda fýrir
108
www. m m. ís
TMM 1999:3