Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 111
RITDÓMAR
bragðið eins konar þrjú hundruð þús-
und mannahressilegtþjóðleysi“ (bls. 379).
Með þessum sjálfsævisöguskrifum leggur
Guðbergur hins vegar áherslu á mikil-
vægi upprunans og segir: „1 rauninni held
ég að trúarlíf mitt, ef svo mætti kalla, felist í
því að vera trúr minningu um guð og
kannski líka gömlu kirkjuna og æsku sem
er liðin“ (bls. 392). Eins og oft verður í
skrifum af þessu tagi er því fortíðin að
nokkru leyti sett upp sem andstæða nú-
tímans og þá auðvitað undir þeim for-
merkjum að það sem er glatað og horfið
hljóti að vera þýðingarmeira og gætt meiri
dýpt en það sem blasir við allt um kring.
Listsýn sköpuð
Guðbergur rekur í þessu verki þróun
skáldskaparhugsunar sinnar og listsýnar.
Hann sýnir ffam á og endurskapar
hvernig aðstæður, fólk og atburðir úr
æsku hans formuðu hugmyndir hans
um list, sköpun og skynjun, eins og al-
gengt er í sjálfsævisögum skálda. í öllu
verkinu er gegnumgangandi sú skoðun
að það sé betra að hafa svolítið brenglaða
sýn því veruleikinn geti villt um fyrir
okkur: „Ég fann unað í villunni. Hún er
stundum betri en veruleikinn. Vegna
þess að hið ranga skyn lætur okkur koma
auga á það sem veruleikinn hylur og hann
hindrar að allt liggi í augum uppi. Hilling-
arnar og hugarburðurinn draga hjúpinn
af veruleikanum“ (bls. 78). Hilhngar og
hugburður, eða skáldskapur, er því hér
æðri veruleikanum, því hann getur út-
skýrt veruleikann, en veruleikinn getur
ekki útskýrt skáldskap. Hér eru því komin
rök fyrir því að nota meðvitað skáldskap
til að segja frá ævi sinni í þeim tilgangi að
draga hjúpinn af veruleikanum:
„Ég veit það og get auðveldlega gert
greinarmun á veruleika og skáldskap.
Vegna þess að ég er ekki lengur barn
sem hlustar líkt og heillað á umhverfi
sitt. Munurinn á skáldskap og veru-
leika er sá að skáldið getur gefið skáld-
skapnum tilgang en veruleikinn er
ófær um slíkt, að minnsta kosti ekki
ákveðinn þó hægt sé að gæða hann
honum. En veruleikinn verður ekki
saminn af öðrum því hann verður til af
sjálfum sér og er merkingarlaus og
sannur. Aftur á móti er skáldskapur-
inn tilbúningur en hann er sannari
vegna þess að í honum er þjappað
saman eðli veruleikans og skoðunum
skáldsins á honum“ (bls. 353).
Skáldskapur er því nauðsynlegur til
skilnings og skynjunar á veruleikanum
og gæðir hann merkingu. Þetta er ekki
einungis almenn stefnuyfirlýsing eða
skoðun því að í verkinu er þetta notað
sem aðferð til að gæða atburði úr fortíð-
inni merkingu og vægi. Þannig verður
heimsókn til ömmu að öðru og meira en
hversdagslegum viðburði, hún verður að
nokkurs konar dæmisögu um samband
kynslóðanna og hugarheim föðurins.
Þar með er hið hversdaglega útvíkkað og
því gefið meira mikilvægi en „veruleik-
inn“ er fær um.
En skáldskapur er af ýmsu tagi og hér er
það orð ekki notað yfir neina nytjalist eða
íslenskan kveðskap. Mynd sem krakkarnir
í skólanum teikna á skólavegginn verður
hér að tákni um þá „hreinu“ hstsköpun
sem Guðbergur setur upp sem andstæðu
kveðskaparins. Karlinn á húsveggnum er
nokkurs konar „ffum“listaverk, hann er
merki um hreina sköpun, ómengaða bæði
af thgangi og sjálfsmeðvitund. Hann er
ffumlistaverk því hann bara „er“ og lýsir
einhvers konar eðlislægri köllun th að
skapa, aftur á móti voru menn ahtaf að
kveða í einhverjum thgangi:
„Ljóðlistin, eina listin sem var th, hafði
aðeins hagnýtan thgang og ljóðið átti
TMM 1999:3
www.mm.is
109