Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 114
RITDÓMAR og steinn sem hafið fágar með ólíkum straumum (bls. 131). Kuldinn sem faðir hans færir honum þeg- ar hann fæðist og sem faðir hans sýnir með erfiljóðinu um ömmuna, þessi fjar- lægð á nálægðina, og eðlislægur skilning- ur móður hans á því sem er fjarlægt móta því skáldskap Guðbergs. Foreldrar hans voru því óviljandi og ómeðvitað og án takmarks að móta skáld, rétt eins og þegar krakkarnir máluðu Karlinn. Niðurstaðan af þessum vangaveltum um hugsun og skynjun er að á þessu velti skáldskapurinn, sköpunin. „Allt er þetta til í þér einhvers staðar“ og í bernskunni finnur Guðbergur allt sem hann þarf til að verða skáld, hvort sem það eru hæfi- leikar foreldranna, eðli hans, eða marfló- arátið sem skipta sköpum. Guðbergur býr í þessu verki ekki bara til hliðstæðu við eigið líf og skáldskap heldur eins konar upprunamýtu eða sköpunarsögu skálds sem er fáguð og mótuð af hvers- deginum. Gunnþórunn Guðmundsdóttir Að slíta strengina - lífið bíður! Auður Jónsdóttir: Stjórnlaus lukka. Mál og menn- ing 1998. Unglingur, manneskja á mörkum þess að vera barn og fullorðinn, fær ekki alltaf að taka þátt í veruleika þeirra fullorðnu af því að hún er „barn“ en er neydd inn í hlutskipti þess „fullorðna" þegar þeim sem næst honum standa þóknast. Þetta ferli þurfa allflestir unglingar að ganga í gegnum og þessu ferli lýsir Auður Jóns- dóttir einmitt af þroska, næmi og kímni í sinni fyrstu skáldsögu Stjórnlaus lukka. Sögumaðurinn í Stjórnlausri lukku Didda, átján ára stúlka, flytur 6 ára göm- ul með Ástu móður sinni vestur á firði, þar sem Ásta gerist ráðskona í sveit rétt utan við smábæ á fjörðunum. Þar eldar hún ofan í Hvata, þögulan, fyrrverandi alka og Þormar, sínöldrandi son hans. Gestirnir sem sækja bæinn heim eru vægast sagt skrautlegt lið: Þórður, upp- þurrkaður alki og sparisjóðsstjóri á staðnum, Gudda, drykkfelld eldri kona sem bjó lengi í Ameríku, Valdi, trú- badúrinn á staðnum og Dísa, dóttir bóndans, fyrrverandi ástkona Þórðar og listakona að sunnan. Ásta hefur brotlent á skerjum hug- sjóna sinna, er fyrrverandi blómabarn sem reykti hass, hlustaði á Janis Joplin og aðhylltist frjálsar ástir. Fer samt full af ástarharmi vestur á firði, grefur svo Kvennaklósettið upp úr tösku sinni í miðjum Hvalfirði „og fletti bókinni næstu sex klukkustundirnar milli þess sem hún hnussaði samþykkjandi: Ja-há, ja-há!“ (8) Og þannig er Ásta: Full af andstæðum sem hvorki hún né aðrir botna nokkurn skapaðan hlut í. Þessi kona sem hafði alla burði til að „verða eitthvað", bæði vel menntuð og greind, skilur öll tækifæri eftir öðrum til handa og grefur sig niður á bóndabænum þar sem hún bruggar vín af mikilli elju og drekkur það af svipuðum krafti í kompaníi við Guddu sem lifir á minn- ingum um „forna“ ff ægð í Ameríku. Og í stað Joplin hlustar hún nú á skallapopp- arann Eric Clapton. Og um þær stöllur segir Didda: „Þær baktala báðar karl- menn daginn út og inn. Þær eru báðar sískotnar í einhverjum karlmanni. Þær tóku báðar afdrifaríka ákvörðun þegar þær lögðu framtíðina undir og veðjuðu á ástina." (14) Það er sumsé ástin og vonin um að elska og vera elskaður sem stjórn- ar lífi þessara kvenna, ekki hugsjónir eða trú á eigin getu og hæfileika. Þessi síend- urtekna hringrás, endurtekin drykkja kvöld eftir kvöld, endurtekinn dans á 112 www.mm.is TMM 1999:3
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.