Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 115

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Page 115
RITDÓMAR eldhúsgólfinu sem oft endar með gráti eða rifrildi, endurtekin orð um liðna tíð býður einungis upp á stöðnun, einsemd og sjálfspyntingu. Þannig eru Ásta og Gudda fórnarlömb aðstæðna sem þær trúa ekki að þær geti breytt og um leið verða þær harmrænar persónur. En þær eru ekki einsleitar, síður en svo. I breysk- leika sínum er Ásta einmitt margslungin persóna og ótrúlega sjarmerandi, kannski mest spennandi persóna bókar- innar. Hún lifði þá tíma þegar fólk trúði af einlægni að taumlausar ástir, smá skammtur af samheldni og annar af stjórnleysi leysti lífsgátuna en uppgötvar síðan á sjálfri sér að þegar að ástinni kemur ræður íhaldssemin yfirleitt ríkj- um! Krafturinn sem bjó í 68-kynslóðinni leystist upp í vímu hjá sumum, skuld- bindingum hjá öðrum en sumir vildu vera ábyrgðarlausir áfram og „kannski er hún mamma mín svolítið svoleiðis“ seg- ir Didda (7). Ástu hefur ekki tekist að vinna úr fortíð sinni og gerir engar áætl- anir um framtíðina. Hún lifir bara í magnleysinu sem fylgir vímunni en þó er ekki þar með sagt að hún sé eitthvert dauðyfli. Nei, hún hefur munninn fyrir neðan nefið og lætur engan eiga neitt inni hjá sér, er tannhvöss, meinhæðin og oft ótrúlega fyndin. Tilfinningar Diddu til sinnar breysku móður eru blendnar. Hún elskar „mjúku“ konuna í fallegu bómullarkjól- unum sem allar aðrar konur þorpsins horfa á öfundaraugum. Hún elskar ljúfu augnablikin sem þær eiga saman, þegar mamma er hlý, bjartsýn og hlæjandi. En hún hatar fylleríin, rifrildin og grátinn og hún er ósátt við að vera „ljót“ en ekki falleg eins og mamma. „Skiljanlega harma ég það að vera eftirmynd pabba míns.“ segir Didda. „Það svíður að hafa erft þunnt hár, hlussufreknur og kart- öflunef frá bláókunnugum manni sem kemur mér ekki bofs við. Fyrst hann kærir sig ekki um mig er engan veginn réttlátt að ég sé lík honum í útliti." (20) En ástin til móðurinnar yfirgnæfir þó yf- irleitt reiðina og þær eru kannski háðari hvor annarri en gengur og gerist um mæðgur. Ekki aðeins vegna þess að Ásta á Diddu „ein“, þar liggja flóknari hlutir að baki. Didda er flogaveik og fær hastar- leg og mjög alvarleg köst af og til og þess vegna finnst henni hún ekki geta yfirgef- ið staðinn, farið suður, lært og „orðið eitthvað". Hún er háð umhyggjunni og örygginu sem býr í móðurfaðminum. Og móðirin er einnig háð Diddu, háð því að hún hlúi að henni í timburmönnun- um, færi henni te og fyrirgefi henni illindi og deilur. Inn í þetta hlutverk gengur Didda þegjandi og hljóðalaust, er hinn fullkomni kóari sem sérhver alkó- hólisti þarfnast. Það þýðir ekki að gera uppreisn því þá hlýtur hún að launum kinnhest eða grátkast svo á endanum er það hún sem situr uppi með sektar- kenndina en ekki mamman. En það sem fyrst og síðast tengir þær saman er ástin, sú eina ást sem aldrei fer eða bregst þó móti blási. Karlmennirnir, þeir hins veg- ar koma og fara eins og mæðgurnar fá báðar að upplifa. En þó ástin milli karls og konu sé aldrei gulltryggð er hún hins vegar óumflýjanleg, öllum nauðsynleg og oft dásamleg og gefandi á meðan hún varir. Ástin virkir líka oft vonina og kjarkinn sem á vantar og það gerist einmitt í tilfelli Diddu. í frystihúsinu þar sem hún vinnur kynnist hún tékknesk- um strák, Radek að nafni, sem gefur henni ekki aðeins hýrt auga heldur und- urfagra strengjabrúðu að gjöf, brúðu sem hann hefur sjálfur lagað. Það að ein- hver skuli vilja hana og girnast fyllir hana lífi og trú en eftir misheppnuð nánari kynni glatar hún trúnni á ný. En aðeins um stundarsakir því grimmileg örlög TMM 1999:3 www.mm.is 113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.