Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1999, Síða 116
RITDÓMAR grípa í taumana og neyða mæðgurnar til að endurskoða og endurmeta líf sitt og í sögulok eru róttæk umskipti í sjónmáli. Strengjabrúðan hans Radeks verður Diddu tákn um það líf sem þær mæðgur lifa. „Ekki vera eins og strengjabrúðan sem strákurinn gaf þér“ segir Dísa við hana einn daginn ekki dansa eftir höfði annarra. Hver sem er getur togað í streng og þú bregst mótþróalaust við. Meira að segja gaurinn sem gaf þér hana togaði í einn, skilurðu! Svo situr þú sár eftir og ræður ekki bofs við þínar eigin tilfinningar. Klipptu á þessa strengi og taktu við stjórninni!“(80) I lok sögunnar hefur Didda áttað sig á að þetta er að hluta til rétt hjá Dísu: „Ég er strengja- brúða. Það er nóg fyrir mig að horfa á mömmu til að vita að líkingin er rétt“ segir hún (154). En hún vill samt sem áður hafa strengi, ekki bara hlaupa í burtu eins og Dísa hefúr alltaf gert. Það sem gildir er að hafa stjórn á strengjun- um - leyfa öðrum að toga en bara hæfi- lega mikið eða hæfilega lítið! f tengslum við þetta má segja að Didda hafi þroskast, að Stjórnlaus lukka sé að hluta til þroskasaga ungrar konu. Og'hugleiðingar Diddu um strengina vísa til titils bókarinnar og snúa honum við: Núna ætlar Didda að stjórna sínu láni og lífi sjálf. Fram til þessa hefur flogaveikin og aðrir stjórnað hennar lífi. Hún hefur bara horft á hlutina gerast eins og áhorfandi úr fjarska og aldrei staðið á eigin fótum ekkert frekar en mamman sem hefúr bara látið reka á reiðanum. Vonin ræður ríkjum í lokin, vonin um að uppreisn Ástu á sínum tíma hafi í rauninni ýmsu breytt og muni skila sér í sterkari Diddum framtíðarinnar. Og vonina finnur Didda að hluta til í bók- menntunum, í frásögninni af stelpunni Evu Lunu sem er bara venjuleg stelpa eins og Didda en fer samt um og skoðar lífið og tilveruna: „ ... stelpan í sögunni, Eva Luna, hún veitti mér kjark. Hún hvíslaði að mér að ég ætti margar sögur eftir. Að ég yrði ekki alltaf hérna, ég kæmist í burtu. Að það gerðist alltaf eitt- hvað sem opnaði fleiri dyr. Hvað svo sem það væri!“ (133). Dyr Diddu opnast, að vísu á harkalegan hátt en þannig er það oftast í lífinu. Frásagnarháttur Auðar Jónsdóttur er raunsær. Hún dregur upp rammíslenska mynd af litlu sjávarþorpi þar sem hver einstaklingur hefur sitt gildi, þrátt fyrir bresti og breyskleika. Hún dregur upp sannfærandi mynd af lífi þar sem allir standa saman í súru og sætu og særindi og illdeilur víkja um leið og eitthvað bját- ar á. Hún kryddar frásögn sína með tragikómískum sögum af kynlegum kvistum þorpsins og þær sögur gæða bókina lífi og dýpt. Þó hörmungarnar sem dynja yfir þorpið og endalok bókar séu nokkuð fyrirsjáanleg er Stjórnlaus lukka sérstaklega vel heppnað byrjanda- verk. Stíllinn er hnökralaus og eitt helsta aðalsmerki sögunnar eru vel gerðar mannlýsingar. Hver einasta persóna sög- unnar hefur sinn stíl og sinn sjarma sem gerir þær ljóslifandi fyrir hugskotssjón- um lesandans. Þær eru yndislega brokk- gengar og óútreiknanlegar, sjaldan eins frá degi til dags nema Hvati sem er bara einfaldlega dofinn effir of marga árekstra lífsins. Þannig er hann einmitt sannfær- andi persóna, er lifandi dauður og sér engan tilgang í að taka æðisköst lengur - enda þjóna þau engum tilgangi ef þau hafa hvort eð er engar breytingar í för með sér! En það að taka æðisköst sýnir kannski einmitt að maður er lifandi og langar að breyta lífi sínu líkt og Ásta innst inni þráir. Og það gerir hún sannarlega á endanum! Gudda er kapítuli út af fyrir sig og snertir viðkvæma strengi í brjósti lesanda. Konan sem giftist amerískum 114 www.mm.is TMM 1999:3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.