Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Blaðsíða 43
42 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og tvær smiðjur sem þar fundust gætu verið frá lokum 9. og 10. aldar. Ekki
er við því að búast, miðað við þau afmörkuðu svæði sem til rannsóknar hafa
verið hverju sinni, að hægt hafi verið að fá fram heildstæða mynd af þyrpingu
húsa eða jafnvel litlu þorpi frá upphafi byggðar í miðbæ Reykjavíkur, enda
eru umrædd svæði mikið skemmd vegna seinni tíma framkvæmda. Þó væri
einkennilegt ef ekki væri litið á þessar fornleifar í samhengi og þá sérstaklega
eftir að við bættust fornminjar á Alþingisreitnum. Ekki hafa fundist íveruhús
á Alþingisreitnum, (eins og er, þó ýmislegt bendi til þess að bygging [11] geti
verið þess eðlis), heldur einungis skipulagt athafnasvæði landnemanna. Liggur
því beinast við að nærliggjandi íveruhús, (þau sem fundust í Aðalstræti 16-18,
Suðurgötu 5 og Vonarstræti 10), sem aldursgreind hafa verið til þessa tíma,
hafi verið byggð af sömu mönnum og afkomendum þeirra.
Heimildaskrá
Arne Espelund 1995. Iron production in Norway during two millenia. From the ancient
bloomery to the early use of electric power. Trondheim.
Jan Heinemeyer 2009. Althingisreiturinn datering. (Óútgefið). Århus.
Lísabet Guðmundsdóttir 2010. Viðargreining á Alþingisreitnum, viðauki III. ATR II.
bindi. Reykjavík.
Magnús Á. Sigurgeirsson 2010. Gjóskulagagreining á Alþingisreitnum, viðauki IV.
ATR. Reykjavík.
Margrét Hallsdóttir 1986. Tjörnin. Saga og lífríki. Reykjavík.
Margrét Hermanns-Auðardóttir og Þorbjörn Á. Friðriksson 1992. Ironmaking in
Iceland. Í: Espelund, A. (ritstj.), Bloomery ironmaking during 2000 years. Seminar in
Budale, Sør-Trøndelag, Norway, August 26th–30th 1991. Volume II. Iron in the west
Nordic region. Trondheim.
Margrét Hermanns-Auðardóttir og Þorbjörn Á. Friðriksson 1994. Blástursjárn
frá Mýnesi. Árni Björnsson (ritstj.), Gersemar og þarfaþing. Úr 130 ára sögu
Þjóðminjasafns Íslands. Þjóðminjasafn Íslands og Hið íslenska bókmenntafélag.
Reykjavík.
Mjöll Snæsdóttir 2007. Enn af skála við Aðalstræti. Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
2004-2005. Reykjavík.
Else Nordahl 1988. Reykjavik from the archaeological point of view. Societas Archaeologica
Upsaliensis. Uppsala.
Bernt Rundeberg 2010. Jernvinne i Trondelag på vikingatid (PhD projekt). Trondheim.