Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Blaðsíða 261
260 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
háðir innflutningi og fengu sennilega verri og minni vöru en tíðkaðist í tíð
Þjóðverja. Höfundarnir segja að Gásar hafi verið líkari flugstöð en kaupstað,
menn fóru og komu en þó var verslað eitthvað lítillega. Að einhverju leyti
munu vöruskipti í Eyjafirði, skipti á erlendum varningi fyrir innlendan,
hafa farið fram utan Gása.
Fróðlegt er það sem kemur fram um íslenskan brennistein sem var
hreinsaður á Gásum. Þarna var líka mikið um járn og vakna þá hugleiðingar
um kenningar Arne Espelunds um útflutning á járni sem gert var í
Fnjóskadal. Tengdist járnið á Gásum aðeins skipaviðgerðum og sérhæfðum
smíðum?
Í fjórðu greininni tekst Oscar Aldred á við félagslegt minni og lands hátta-
forn leifa fræði. Mér finnst að skýra hefði mátt betur mun á félagslegu minni
og sögulegu minni. Tengsl félagslegs minnis við landshætti (landscapes) eru
þau m.a. að í nýnumdu landi viðhéldu menn félagslegu minni, t.d. með
um breyt ingu á landsháttum, bjuggu til kuml og grafreiti.
Í stuttri grein í þessum kafla segir Uggi Ævarsson frá því að jafnan hafi verið
snjólétt á Hólsfjöllum og þar verið kjörið land fyrir vetrarbeit sauða. Þetta er
fróðlegt, m.a. vegna umræðu um Grímsstaði og fyrirætlanir Kínverja sem þykja
dularfullar. Þeir ætla þó varla að stunda sauðabúskap á Hólsfjöllum?
Í fimmtu greininni skrifa Birna og Elín Ósk um Þegjandadal og
Reykjahrepp í Suður-Þingeyjarsýslu og fornar tóttir og garðlög. Höfundar
styrkja ályktanir um hvernig Reykjahverfi muni hafa verið afmarkað með
tilvísun í garðlög. Merkilegar eru ábendingar þeirra um tvö- og þrefalda
garða um rústir. Þeir eru ráðgáta en þær benda á að innan hólfa, sem
garðarnir mynda, kunni að hafa verið heyskapur, akuryrkja og beit til skiptis.
Þegjandadalur er eyðibyggð sem lengi hefur vakið forvitni. Garðar í
dalnum voru lagðir eftir 871 og fallnir fyrir 1477, sennilega löngu fyrr, segja
höfundar. Þarna er landamerkjagarður sem ekki var haldið við eftir 1158.
Sígild spurning er hvort bæir í dalnum voru lagðir í eyði vegna beitar frá
hinum miklu stöðum, Múla og Grenjaðarstöðum, en höfundar eiga ekki
svar við því, enn þá.
Höfundar benda á að lækurinn í dalnum, Kálfalækur, kunni að hafa
nefnst Þegjandi. Þórhallur Vilmundarson benti á að þetta gæti verið and-
stæðu nafn, Grenjaðarstaðir, norðan dals, hefðu nefnst svo eftir hávaða í
fossum í Laxá.
Sérstök grein er hér eftir Elínu Ósk um hin ótrúlega löngu og heillandi
garð lög í Suður-Þingeyjarsýslu. Þá á Orri Vésteinsson stutta grein um forna
byggð á Krókdal, við Skjálfandafljót. Vanaleg skýring er að landið þoldi illa
búskap og því hafi fljótlega orðið uppblástur og eyðing byggðar hér sem