Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Blaðsíða 49
48 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
jafnframt verið til þess fallið að ýta undir einstaklingshyggju.5 Til samanburðar
skal þess getið að lög um hvíldartíma á togurum voru fyrst sett 1921 með
fjórum vöktum á sólarhring.6 Fram að þeim tíma var togarasjómennska nánast
gegndarlaus þrældómur með gríðarlegum vökum.
Samkvæmt upplýsingum heimildarmanna var algengt að standa frívaktir
meðan nokkur fiskivon var.7 Bestu af lamennirnir eiga að hafa staðið allt upp
í tvo sólarhringa án þess að fara í koju. Gils Guðmundsson telur að sumir hafi
varla gefið sér tíma til að borða eða sofa og verið við færið á öllum vöktum
svo sólarhringum skipti:
Einstaka ákafamenn þrælkuðu svo sjálfa sig við fiskidráttinn, að við
vitfirringu hélt, og fyrir kom, að þeir urðu með öllu miður sín af þreytu
og svefnleysi ... Svo lengi sem bein fékkst úr sjó, stóðu þeir sig vitlausa
og tóku ekki neinum sönsum. Eina ráðið til að fá þá frá færinu, var að
taka til segla og halda á önnur mið.8
Menn höfðu ýmis ráð til þess að sofa ekki of lengi í einu, létu fót eða hönd
lafa út úr kojunni og vöknuðu svo þegar hún dofnaði. Heimildarmaður sem
var á skútum frá Vestfjörðum greinir þannig frá:
[R]ígurinn var svo mikill hver yrði hærri. Þetta var talið, fiskarnir voru
taldir, sem hver dró. ... [É]g man eftir því að það voru karlar þarna,
sem að, til þess að þeir svæfu ekki of lengi í kojunni, þá settu þeir snæri
í loftið á kojunni og hengdu lappirnar upp í það. Og svo þegar þeir
voru tilbúnir að liggja einhvern tíma þá fengu þeir sinadrátt og allan
andskotann í fæturna og hrukku þá upp. Og þá var náttúrulega alveg
klárt, að þeir fóru ekki í kojuna aftur ef að einhver fiskur var. Þeir stóðu
5 Ágúst Ólafur Georgsson, „Sunnudagur í landi, sætsúpa til sjós“, Árbók Hins
íslenzka fornleifafélags 1987, bls. 64.
6 Stjórnartíðindi 1921 A, bls. 176-177.
7 ÞÞ 5262; 5601; 6614 t.d. – Þetta kemur einnig fram í ýmsum öðrum
heimildum, sjá til dæmis: Guðmundur J. Einarsson, Kalt er við kórbak. Ævisaga
og aldarfarslýsing ([Hafnarfjörður]: Skuggsjá 1964), bls. 75. – Ingólfur Kristjánsson,
Á stjórnpallinum. Saga Eiríks skipherra Kristóferssonar skráð eftir frásögn hans (Akureyri:
Kvöldvökuútgáfan 1959), bls. 55. – Jónas Guðmundsson, Togaramaðurinn
Guðmundur Halldór (Reykjavík [rétt Kópavogur]): Hildur 1982), bls. 43.
8 Gils Guðmundsson, Skútuöldin. Önnur útgáfa aukin. 4. b. (Reykjavík: Örn og
Örlygur 1977), bls. 155.