Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Blaðsíða 197
196 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Traustari vísbending var að brot fannst úr deiglu og smábrot úr koparblöndu
og bendir hvort tveggja til að unnið hafi verið við málmsmíði þó í litlum
mæli hafi verið. Ekki fannst neitt eldstæði utan dyra, og bendir það því frekar
til þess að smíðarnar hafi farið fram innan dyra. Einnig fannst sýll úr járni, sem
gæti hafa verið notaður til ýmissa hluta, m.a. til að grafa skraut á kopar. Fjórir
hlutir fundust sem tilheyrt hafa búningi manna og skarti. Hnappur eða bóla
úr koparblöndu, þynna úr sama efni og tvær myntir með götum (mynt af gerð
sem slegin var fyrir Harald harðráða 1047-1066) og marglit glerperla (gerð
sem kölluð er B090 í yfirliti Johans Callmers um perlur víkingaaldar). Ef til
vill má túlka þessa gripi sem vísbendingu um málmsmíði og skartgripagerð.
Í stuttu máli eru greinilegar vísbendingar um að menn hafi unnið við
málmsmíðar og e.t.v. skartgripasmíð á þessum stað, annað hvort rétt utan við
eða inni í húsunum tveimur. Michele Hayeur-Smith birtir gagnlegt yfirlit um
smíðar úr málmi, öðrum en járni, á Íslandi (2004:kafli 7), og allt bendir til að
slík iðja hafi verið stunduð á venjulegum býlum frá 9.-11. aldar. Dæmi eru
um deiglur fundnar í Reykjavík og einnig mót fyrir málmstöng. Deigla og
málmstöng (hráefni?) fundust á Hofstöðum. Deigla fannst á Granastöðum og
í Hvítárholti flipi úr koparblöndu sem var úr holrúmi í steypumóti (Hayeur-
Smith 2004:97-100). Einnig fannst hlutur sem gæti verið deigla í uppgrefti í
Vatnsfirði nýverið. Michele fjallar einnig um vísbendingar um skartgripasmíðar
sem finna má í kumlum og getur þess til í að einu kumli á Sílastöðum gæti
hvílt silfursmiður. Sú tilgáta er byggð á því að meðal haugfjár í gröfinni er m.a.
flís úr jaspis, eldstál, silfurvír, brot úr silfurmynt (afgangar eða efni til smíða)
og járnáhald, eins konar stappa til að grafa í málm og flís sem virðist úr vaxi
(notað við málmsteypu) (Hayeur-Smith 2004:101–104). Frá Pálstóftum eru
merkilega svipaðir fundir og í kumlinu á Sílastöðum – eldtinna, síll, gripir sem
tilheyra fatnaði og meira einkennandi gripir, deigla og brot úr koparblöndu.
Einkennilegt má telja að það er fátt sem bendir til þeirrar iðju sem venjulega
fer fram í seljum, nema litla króin og heygeymslan. Hins vegar má spyrja við
hverju væri helst að búast.
Að vísu væri ekki auðvelt að greina merki um vinnu við mjólkurmat.
Mjólkur ílát hefðu verið úr tré og væntanlega fjarlægð þegar staðurinn var
yfir gefinn. Ef til vill hefur króin litla verið notuð til mjalta, en ekki er hægt
að sýna fram á slíkt. Ekki er auðvelt að komast í vatn rétt hjá staðnum, en þó
eru uppsprettur ekki mjög langt undan og ekki langt í ána. Vöntun á vatns-
bóli hið næsta staðnum gæti hins vegar mælt á móti því að þar hafi verið
unnið úr mjólk (Albrethsen & Keller 1986:100). Í raun vekja ummerkin síður
spurn inguna hvort þetta hafi verið sel eða ekki en hvers konar verk hafi verið
unn in í seljum. Eitt virðist hafa verið smíði á skartgripum, og ef til vill hafa