Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Blaðsíða 93
92 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
1915. Drykkjuskapur var algengur þegar skipið var í höfn og engu minni en
hjá togarasjómönnum, en unnt var að verða sér úti um vín í einhverjum mæli
eftir að lögin öðluðust gildi.
Vinna á skútum var mjög einhæf og fólst að mestu í því að standa við færið
og veiða og gera að af lanum. Stöðurnar sköpuðu mikið álag á fætur og mjóbak,
m.a. vegna halla sem var á skipunum. Til hlífðar við fiskidráttinn voru notaðar
olíubornar ermar sem nudduðust við úlnliðina og mynduðu sár og útbrot. Við
þeim var lítið að hafa nema armbönd úr kopar og átti spanskgrænan sem úr
honum smitaði að vera til hjálpar. Einnig voru notaðir ullarvettlingar en þeir
veittu þó ekki vörn gegn bleytu og saltinu í sjónum. Helstu kvillar sem hrjáðu
áhöfnina voru útvortis meinsemdir, aðallega á höndum, og stöfuðu einmitt af
lélegum hlífðarbúnaði. Stirðleiki og sárindi í höndum, kýli, bólgur og erting
á húð voru tíðir fylgifiskar handfæraveiða ásamt sinaskeiðabólgu, skurðum og
ígerðum. Sennilega hafa menn einnig fundið fyrir óþægindum í baki, herðum
og handleggjum. Þá má nefna meltingartruflanir vegna einhæfs mataræðis
og hugsanlega einnig gigtarsjúkdóma, sem voru vel þekktir á frönskum
handfæraskútum við Ísland. Skipstjóri annaðist aðallega sjúka, skar í ígerðir
og gerði að sárum, sem yfirleitt voru minni háttar, en vinnuslys voru frekar
sjaldgæf. Alvarlegar ígerðir í höndum eða lífshættulegar sýnast hafa verið afar
fátíðar og aðeins eitt dæmi um að taka hafi þurft framan af fingrum á 10 ára
tímabili sem athugað var. Sjúkdómar sem ekki tengdust starfinu beint voru
einkum mislingar, taugaveiki, berkjubólga og inflúensa. Þó var aðeins um fá
tilfelli að ræða að því er kemur fram í skýrslum lækna. Ekki virðist hafa verið
siglt í land með skipverja nema um alvarleg veikindi væri að ræða, svo sem
lungnabólgu. Að öðru leyti var líkamlegt heilsufar gott.
Margt bendir til að skipverjar hafi búið við skertan svefn, þótt við og við féllu
niður dagar við veiðarnar vegna veðurs, en unnið var á vöktum með skiptum
fimm sinnum á sólarhring. Mikil samkeppni var um að verða af lahæstur og
lögðu sumir á sig gríðarlegar vökur í því sambandi. Undirrót þessa var afkasta-
hvetjandi launakerfi. Þessar aðstæður hafa haft neikvæð áhrif á heilsu manna,
stuðlað að stressi, þreytu, vissum sálrænum erfiðleikum og aukinni hættu á
mis notkun áfengis. Aðrir mikilvægir streituvaldar voru ónæði og þrengsli í
vistar verum, slakur aðbúnaður, engin hreinlætisaðstaða, skortur á einkalífi,
félagsleg ein angrun ásamt því að dveljast í lokuðu samfélagi langtímum saman.
Eitt þekkt dæmi er um að háseti hafi horfið úr skiprúmi af andlegum ástæðum
og annað um sjálfs víg. Ekki reyndist unnt að sýna fram á að einelti hafi komið
fyrir um borð þótt kokkurinn hafi orðið fyrir aðkasti ef hann annaðist ekki starf
sitt á við eig andi hátt. Mjög tíð mannaskipti sem voru á skútum geta að hluta til
hafa stafað af óyndi eða andlegu álagi. Af athugun á aldurssamsetningu háseta