Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Page 217
216 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Í upphafi byggðar á Grænlandi var það algengt að Grænlendingar sigldu sjálfir
með varning sinn til Noregs, en þegar tímar liðu og minna varð um stór haffær
skip, tóku norskir kaupmenn að miklu leyti við versluninni milli landanna.21
Það geta stundum hafa liðið mörg ár á milli þess að samband var við Noreg.
Stór bændur á Grænlandi reistu því stæðileg steinhús þar sem þeir geymdu
varning frá veiðum í Norðursetu. Hér voru rostungstennur og hvítabjarnafeldir
geymdir þar til þessar vörur voru sendar til sölu eða sem skattur til konungs og
kirkju. Geymsluskemmurnar voru byggðar nærri höfnum stórbýlanna. Rústir
af slíkum geymsluskemmum er enn hægt að sjá í hinum fornu byggðum á
stöðum eins og Ánavík og Görðum (Igaliku). Skipið sem kom frá Grænlandi
til Björgvinjar 1327 getur hafa flutt afurðir frá mörgum árum, 22 sem þá þýðir
að rostungstennurnar hafa verið geymdar í grænlenskum byggðum lengi.
Um veiðitímann var líka þörf á geymsluhúsum, þar sem hægt var að geyma
fenginn í skjóli fyrir veðri og dýrum á meðan veiðimenn voru að veiðum. Enn
má sjá slíkt geymsluhús á Nuussuaq-skaganum og gengur það undir nafninu
Bjarnargildran (Bjørnefælden) þar eð fyrst var talið að þetta væri gildra til
að veiða birni. Steinhúsið er 4,5 fermetrar og hefur í upphafi verið um tveir
metrar að hæð.
Í fornleifaleiðangri með „Jotun Arctic“
Knut Espen Solberg hefur langa reynslu af siglingum í norðurhöfum. Árum
saman hefur hann átt heima um borð í „Jotun Arctic“ og farið með honum
á flesta staði við Baffinsflóa og Davissund. Hann hefur margsinnis haft
vetursetu á svæðinu við Diskóflóa og oft komið til Nuussuaq. Margsinnis
hefur „Jotun Arctic“ verið notaður sem bækistöð fyrir rannsóknir og traust
kunnátta Solbergs í siglingum í heimskautahöfum hefur komið sér vel við
loftslagsrannsóknir. Eftir fjölda ára á svæðinu umhverfis Diskó hefur Solberg
öðlast mikla þekkingu á menningu og náttúru á svæðinu. Með ferðum sínum
og samtölum við heimamenn, inúíta og Dani, hefur hann öðlast vitneskju um
leiðir hvala, dvalarstaði rostunga og um gamlar veiðiaðferðir og forna bólstaði.
Markmiðið með því að undirritaður kæmi með í ferð með „Jotun Arctic“
var einkum að við gætum komist að meiru um búsetu norrænna manna á
Grænlandi og iðju þeirra norðan við byggðirnar. Mikið hefur verið rannsakað
þegar rostungar eiga í hlut. Á Íslandi hefur selveiði í net og selveiðar með kylfum
á landi verið algengar fram á síðari tíma.
21 Gelsinger 1981, bls. 95, 98, 106; Fóstbræðra saga (Íslenzk fornrit VI, bls. 220.
22 Til samanburðar voru 12000 dýr veidd á Vestur-Grænlandi á tímabilinu 1900-
1980. Sbr. Born og Böcker 2001, bls. 324.