Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Blaðsíða 88
MEINSEMDIR OG MANNDRÁPSBOLLAR 87
Þegar skipið tók á sig mikinn sjó kom stundum fyrir að slys urðu í lúkarn-
um, t.d. ef pottar, katlar eða hringir af kabyssunni köstuðust á menn. Jafnvel
gat verið um alvarleg slys að ræða eins og þegar kabyssan losnaði og lenti
upp í koju hjá einum hásetanum og stórslasaði hann. Kol gátu líka hrotið úr
kabyssunni undir slíkum kringumstæðum og einnig er þekkt að þau hafi
sprengt upp kolageymsluna sem var undir gólfinu í lúkarnum.158
Nokkur dæmi eru um að skútur lentu í árekstrum við önnur seglskip eða
togara, og hlaust stundum af mikið manntjón eins og í mars 1912, en þá fórust
14 af 25 manna áhöfn.159 Ásiglingar urðu helst í vondum veðrum, slæmu
skyggni eða í myrkri. Ísing gat einnig orðið skipum skeinuhætt. Mikill fjöldi
skipa var á Selvogsbanka á vetrarvertíðinni og stafaði mikil hætta af þessari
örtröð á litlu svæði.160
Fjölskyldur sjómanna voru alltaf hræddar um þá í illviðrum og máttu búa
við mikla óvissu uns fréttist af þeim. Sigurjón Einarsson skipstjóri, sem sjálfur
var á skútu á yngri árum, segir frá því að stundum hafi verið farið upp að
vörðu fyrir ofan Gestshús í Hafnarfirði til að svipast um eftir skipum. Væri
fáni dreginn að hún á innsiglingu merkti það að allir um borð væru heilir
á húfi en að öðrum kosti var fáninn í hálfa stöng. Það mun alltaf hafa verið
erfitt fyrir skipstjórann þegar dauðsfall bar að höndum, sérstaklega ef um slys
var að ræða.161
Dánar- og slysatíðni sjómanna hefur lengst af verið mjög há miðað við aðrar
starfsstéttir. Eins og fyrr segir drukknuðu að meðaltali 66 á ári 1881-1910 og
57 frá 1911-1940. Drukknunum hefur fækkað mjög mikið síðan á tímum
seglskipanna, en 1966-1986 voru slys af því tagi að meðaltali tæplega fimm
á ári og þrjú 2001-2005. Vinnuslys eru einnig mun tíðari hjá sjómönnum en
flestum öðrum starfshópum. Þannig slösuðust að meðaltali 357 á ári 2001-2005,
langf lestir á fiskiskipum. Slys um borð í f lutningaskipum virðast sjaldgæf og
banaslys heyra þar nánast til undantekninga. Dauðaslysum hefur fækkað mjög
verulega á undanförnum áratugum og er það einkum þakkað Slysavarnarskóla
til baka, 2 b., bls. 134.
158 ÞÞ 5434. - Gils Guðmundsson, Skútuöldin 4. b., bls. 321. – Ásgeir Jakobsson, Sagan
gleymir engum. Sjómennskuþættir ([Hafnarfjörður]: Skuggsjá 1989), bls. 117-118.
159 „Manntjón og skipskaðar“, Reykjavík 25. apríl 1912, bls. 63. – „Reykjavíkur-
annáll“, Ísafold 1. maí 1912, bls. 99.
160 Hallbjörn Eðvarð Oddsson, „Ævisaga Hallbjörns Edvarðs Oddssonar“,
Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 4 (1959), bls. 171-172. - Á[sgeir] J[akobsson],
„Skútuskipstjórinn“, Sjómannadagsblaðið 1981, bls. 49.
161 Sigurjón Einarsson, Sigurjón á Garðari, bls. 37-38. – Vilhjálmur S. Vilhjálmsson,
Sjógarpurinn og bóndinn Sigurður í Görðunum. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson skráði
og bjó undir prentun ([Akureyri]: Norðri 1952), bls. 144. - ÞÞ 5444.