Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Page 56
MEINSEMDIR OG MANNDRÁPSBOLLAR 55
Það sem menn upplifa sem óhreint og viðbjóðslegt er þannig í hæsta máta
menningarbundið. 32
Salernisaðstaða á fyrstu kynslóðum síðutogara var mjög mismunandi eftir
skipum. Á sumum var klósett í sérstökum klefa en á öðrum ekkert og varð
þá að nota borðstokkinn eða að fara niður í kyndiklefann (fýrplássið). Einn
vaskur var í lúkarnum og við hann dæla með köldu vatni sem hásetar höfðu
til að þvo sér og raka. Var þetta umtalsverð framför miðað við skúturnar, þótt
stundum hafi þurft að fara sparlega með vatnið í löngum túrum. Hreinlæti var
talið þokkalegt á gömlu togurunum og voru þrif yfirleitt í föstum skorðum.
Hásetar bjuggu allir í lúkar, sem var eitt herbergi, en hann var fyrst og fremst
svefnstaður en matast og eldað á öðrum stað. Gríðarleg breyting varð á öllum
aðbúnaði og aðstöðu til persónulegs hreinlætis með tilkomu nýrra togara eftir
síðari heimsstyrjöldina. Salerni með rennandi vatni voru á nokkrum stöðum
í skipunum, sturtur og margir vaskar með heitu og köldu vatni.33
Stirðir fingur, handarmein og streita
Heimildarmönnum ber saman um að almennt hafi heilsufar um borð verið
gott. Það sem fyrst og fremst þjakaði áhöfnina, að þeirra sögn, voru útvortis
meinsemdir sem tengdust vinnunni, einkum á höndum. Aðstaða til hreinlætis
skipti einnig verulegu máli, sérstaklega hafði skortur á vatni mikið að segja.
Við fiskidráttinn voru notaðir ullarvettlingar sem af eðlilegum ástæðum
voru alltaf sjóblautir. Saltið í sjónum hafði skaðleg áhrif á hendur og orsakaði
kýli og útbrot. Fingur urðu stirðir og viðkvæmir og þar að auki mynduðust
djúpar rákir í þá.
Menn gátu farið illa á höndunum. Þ[æ]r soðnuðu hreinlega undan
vettlingunum. Þetta var engum höndum líkt þegar maður tók þær
úr vettlingunum. Þegar maður var búinn að vera lengi við færið voru
fingurnir orðnir krepptir alveg eins og þegar menn héldu lengi um
árahlunnana þegar róið var. Maður þurfti einn til tvo daga til að rétta
úr þeim aftur.34
32 Sbr. Jonas Frykman og Orvar Löfgren, Den kultiverade människan. Skrifter utgivna
av Etnologiska sällskapet i Lund 11 (Malmö: Liber 1979), bls. 164-166.
33 Svanhildur Bogadóttir, Aðbúnaður togarasjómanna. Breytingar með nýsköpunartogurum
og vökulögum um 12 stunda hvíldartíma. Ritröð sagnfræðinema 2 (Reykjavík: Félag
sagnfræðinema við HÍ í samvinnu við Sagnfræðistofnun 1988), bls. 11-39.
34 ÞÞ 6941.