Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Page 239
ANTON HOLT, GUÐMUNDUR ÓLAFSSON,
MJÖLL SNÆSDÓTTIR
ELSE NORDAHL
Minningarorð
Sænski fornleifafræðingurinn Else Nor-
dahl fæddist 6. mars 1925 og ólst upp í iðn-
aðar bænum Norrköping í Svíþjóð. Hún nam
fornleifafræði við Uppsalaháskóla. Á löngum
starfsferli tók hún þátt í og stjórnaði mörgum
upp gröftum, m.a. í Valsgärde, Tuna í Badelunda,
námuþorpinu við silfurnámuna í Sala, Sig tún-
um, Gömlu Uppsölum og ekki síst í miðbæ
Reykjavíkur. Hún starfaði m.a. við Historiska
museet í Stokkhólmi, Minja safnið í Sigtúnum
(Sigtuna), sem hún stjórnaði í 8 ár, og síðast
lengi við forn leifadeild Uppsalaháskóla.
Eftir Else liggja ýmis ritverk, greinar og bækur, um fræðigrein hennar. Um
rannsóknina í Reykjavík gaf hún út bókina Reykjavík, From an Archaeological Point
of View, en einnig liggja eftir hana tvö rit um rannsóknir í Gömlu Uppsölum
(„...templum quod Ubsola dicitur... i arkeologisk belysning“ og „Båtgravar i Gamla
Uppsala. Spår av en vikingatida högreståndsmiljö“), bók um Sigtún á miðöldum
og tveggja binda rit sem hún ritstýrði um rannsóknirnar í Tuna í Badelunda.
Else var gerð að heiðursdoktor við Uppsalaháskóla árið 2001, þegar hún lét
af störfum við fornleifadeild skólans. Hún lést 18. mars árið 2011, 86 ára gömul.
Else kom til Íslands árið 1971 til þess að stjórna uppgrefti í miðborg
Reykjavíkur, við Aðalstræti 14 og 18 og Suðurgötu 3-5, í samstarfi við eigin-