Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Blaðsíða 262
UPP Á YFIRBORÐIÐ. 261
víða annars staðar inn til landsins. Orri telur þetta hugsanlegt en bætir við
að líka hafi verið afar langt á milli bæja, meira en 6 km, sem valdið hafi
einangrun og fásinni og ýtt undir eyðingu.
Orri vísar til skrifa Sigurðar Þórarinssonar frá 1976 um hinar fornu
byggðir inni til landsins og skýringar á eyðingu þeirra. Í rækilegri skrifum
væri eðlilegt að vísa líka til skrifa Ólafs Lárussonar sem setti fram merkar
hugleiðingar um slíkar byggðir og mótaði viðhorf margra fræðimanna til
þeirra. Rannsóknir Daniels Bruun höfðu líka örvandi áhrif á umræðu um
eyðibyggðir.
Loks er sjötta greinin, eftir Gavin Lucas, og fer hann þar orðum um
rannsóknir á fornleifum frá nýliðnum tíma á Íslandi Fornleifar veita vitn-
eskju þar sem vantar ritheimildir. Og þótt ritheimildir séu til eru þær oft
tak markaðar en fornleifar geta bætt við vitneskjuna sem þær veita. Svo geta
fornleifar jafnvel sagt aðra sögu en ritheimildir. Þetta síðasttalda veldur að
æskilegt er að stunda fornleifarannsóknir á nýlegum minjum, t.d. á húsum
frá 19. öld. Rannsóknir í Kúvíkum á Ströndum eru heillandi og sann fær-
andi dæmi um þetta, eins og höfundur rekur.
Í þessari bók eru ýmis merk tíðindi sem hafa kannski verið þekkt í hópi
fornleifafræðinga um nokkurt skeið en ekki utan hans. Meðal tíðinda eru
bökunarhellur og tíðni þeirra og dreifing á tilteknu skeiði, enn fremur tvö-
og þrefaldir garðar um rústir og hugsanlegur tilgangur þeirra og verslun
á Gásum sem bendir til að utanlandsverslun miðalda hafi verið miklu
takmarkaðri en flestum er tamt að ímynda sér. Þó voru brýni mikilvæg í
innflutningi og þau komu frá Eiðsborg í Agðafylki í Noregi (bls. 88, 91). Þá
er fundin enn ein sexstrend bronsbjalla (bls. 23) en þær hafa jafnan vakið
athygli og umræður. Loks er mikil nýjung að fást við fornleifar frá 19. öld
og gefur fögur fyrirheit.
Að hverju beinist áhugi fornleifafræðinga við Fornleifastofnun einkum?
Eitt eru kuml og Adolf Friðriksson hefur lagt í metnaðarfulla heildar athugun
á þeim. Hann bendir á að kumlin veiti jafnvel enn fjölþættari vitn eskju og
hafi verið enn fjölbreyttari en áður hefur verið talið (bls. 96-97). Forn-
leifa fræðingum nægir ekki að stunda tilviljunarkenndar rannsóknir sem
björgunar gröftur gefur tilefni til. Hin nýja viðleitni, fólgin í heildarathugun
og samanburði, t.d. kumla og þingstaða, lofar góðu.
Athyglin beinist enn að sígildum verkefnum eins og fornum eyðibyggðum,
garðlögum, Þjórsárdal (bls. 45, 88) og tímasetningu með geislakoli (bls. 43-46).
Hér er landnám hiklaust sett á seinni hluta 9. aldar, talið víst (bls. 45).
Hvað er fornleifafræðingum hugstætt um möguleika og takmarkanir
fræðigreinar sinnar? Eitt er hvort hægt sé að lesa mikið í rústir án umfangs-