Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Blaðsíða 61
60 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
jafnvægi um leið orsakar mikið álag á mjóbak, mjaðmir, hné og kálfa. Einnig
veldur það að ganga um í skipi á hafi úti ákveðnu álagi á líkamann.53
Á árunum 1971-1975 var gerð doktorsrannsókn á líf i færeyskra
skútusjómanna og byggðist hún að stærstum hluta á svörum heimildarmanna.
Færeyingar hófu fiskveiðar á skútum í stórum stíl upp úr 1890 og voru svo
til öll skip þeirra kútterar. Nær eingöngu var veitt á miðunum við Ísland og
Færeyjar og aðeins með handfærum og voru aðstæður því nánast þær sömu
og á íslenskum seglskipum. Niðurstöðum rannsóknarinnar ber mjög saman
við heimildir í þjóðháttasafni, m.a. hvað varðar heilsufar. Það sem helst hrjáði
færeysku sjómennina voru húðsjúkdómar af ýmsu tagi, svo sem kýli, ígerð
í skeggrót (skeggsýki) og útbrot á húð við úlnliði, sem stafaði af ertingu frá
hlífðarermum. Ráð gegn þessum útbrotum var að nota armbönd úr kopar
og átti oxýðið eða ildið sem smitaði úr honum að vera til hjálpar. Ennfremur
voru sjúkdómar í meltingarvegi algengir svo og hægðatregða vegna einhæfs
mataræðis. Þá má nefna berkla sem létu fyrst og fremst að sér kveða eftir
1920.54 Skýrslur héraðslækna gefa nokkuð fyllri mynd af heilsufarinu um
borð. Þannig er greint frá mislingum á tveimur skipum árið 1904 og kom
upp faraldur á öðru þeirra. Ennfremur er talað um fáein tilvik af maurakláða,
óvissan fjölda af kverkabólgu, eitt af eyrnabólgu, berklum og liðagigt. Skráð
beinbrot, fingurmein og högg á hné voru eitt í hverju tilfelli fyrir sig.
Frakkar stunduðu einnig handfæraveiðar á skútum við Ísland og stóðu
þær veiðar með mestum blóma á 19. öld og upphafi þeirrar tuttugustu.
Frönsk sjúkrahús voru reist á þremur stöðum á landinu og þar að auki
þjónuðu spítalaskip þessum stóra hópi sjómanna, en á árunum 1900-1909
voru að meðaltali 3.160 franskir sjómenn hér við land. Hve mikill fjöldi
þetta var sést best á því að á sama tímabili voru íslenskir skútusjómenn að
meðaltali 2.255.55 Skýrslur héraðslækna og spítalaskýrslur gefa góða mynd
átta Reykvíkinga (Reykjavík: Setberg 1957), bls. 190-191. - ÞÞ 5443. „Ég valdi
sjómennskuna að ævistarfi - það var mín gæfa. Spjallað við Vilhjálm Árnason,
skipstjóra, sjötugan“, Morgunblaðið 27. maí 1966, bls. 10.
53 Lovísa Ólafsdóttir, Áhrif hvíldar á heilsu og öryggi sjómanna. Rannsókn gerð á íslenskum
sjómönnum: Á vegum Samgönguráðuneytisins. Maí 2004. (Samgönguráðuneytið
2004), bls. 22. http://www.innanrikisraduneyti.is/media/Skyrsla/Skyrsla_um_
heilsufartatti_sjomanna_2004.pdf. Skoðað 15. febrúar 2011.
54 Jóan Pauli Joensen, Færøske sluppfiskere, bls. 21-22, 24-25, 100-101.
55 Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland. Icelandic historical statistics. Ritstjórar
Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon (Reykjavík: Hagstofa Íslands
1997), bls. 313, 353. – Elín Pálmadótir, Fransí biskví, bls. 12, 156-168, 178-181.
(Elín greinir einnig frá helstu sjúkdómum og kvillum sem herjuðu á franska
sjómenn á Íslandsmiðum, sbr. bls. 55-61).