Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Blaðsíða 98
FORNLEIFARANNSÓKN AÐ HOFSTÖÐUM Í ÞORSKAFIRÐI 97
Rannsóknarsaga Hofstaða
Á seinni hluta 19. aldar var blómaskeið í rannsóknum á Íslendingasögum
og áhuginn ekki síst meðal erlendra fræðimanna. Sumarið 1858 ferðaðist
prófessor Konrad Maurer um Ísland. Í Reykhólasveit hafði hann mikinn
áhuga á sögusviði Þorskfirðinga sögu enda hafði hann gefið hana út í
Þýskalandi árið áður.12 Á Hofstöðum var Maurer sýndur Hofstóftarvöllur
þar sem hofið átti að hafa staðið og sýndist honum tóftin vera sívalningslaga.
Þá var honum vísað á tvo drykkjuskála Hof-Halls en af þeim var ekkert eftir
„nema leifar veggja sem sokknir voru í jörð“.13 Þá var Maurer einnig sýnt
leiði Hof-Halls, Hallsleiði. Örnefnið Hofstóftarvöllur er horfið rúmlega
100 árum síðar þegar örnefnaskráin er skrifuð en í staðinn sennilega orðin
Hoff löt.14 Erfitt er að átta sig á hvað átt er við með sívalnings-formi á tóftum
en sennilega er verið að lýsa háum og kringlóttum hóli, f lötum að ofan,
seinna þekktum sem Hofhól og síðar sem Bænhúshól.
Á árunum 1872-1874 ferðaðist fornfræðingurinn Kristian Kålund
um landið og kannaði staði og leiðir sem lýst er í Íslendingasögunum. Í
Reykhólasveit eiga nokkrar Íslendingasögur sér sögusvið en á Hofstöðum
var það Þorskfirðinga saga og hofið sem átti huga Kålunds allan. Kålund
lýsti þeim minjum sem hann sá í túninu og taldi upp hof-örnefni og meintar
hofminjar:
1) Kringlóttur f latur hóll (9 faðmar í þvermál) er í túninu fyrir neðan bæinn,
nefndur Hofhóll, girðing virðist hafa verið í kring. Í miðjum hringnum er
tóft, ekki stór, 4x2½ faðmur, af löng ferhyrnd. Dyr virðast hafa verið á vestra
gaf li, sem frá bænum snýr. Þetta á að vera hoftóftin. Önnur stærri er móts
við hana, en sunnar, snýr öðrum gaf li að hólnum, en hinum að lítilli vík,
ferhyrnd af löng, stærð 30x8 álnir. Þetta á að hafa verið gildaskálinn; dyr
virðast hafa verið á öðrum gaf lvegg. 15
Ekki kemur skýrt fram hvort það sé skoðun Kålunds sjálfs að hringlaga
þústin sé hoftóftin og sú langhúslega gildaskáli eða hvort hann hafi fengið
upplýsingarnar frá heimildarmönnum og það falli að hans hugmyndum
um lögun hoftófta. Ekki minnist Kålund á Bænhúshólsörnefni á Hofhóli,
hverjar sem ástæðurnar kunna að vera, en kannski var það ekki þekkt,
honum ekki sagt frá því eða hann kosið að minnast ekki á það.
Árið 1898 fór Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi vestur í Barða-
strandar sýslu á vegum Hins íslenska fornleifafélags í félagi við Daniel Bruun
höfuðsmann. Í þeim leiðangri voru rannsökuð kuml í Berufirði auk þess