Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Blaðsíða 81
80 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
verða reiður. Aðeins eitt dæmi er um að gripið hafi verið til nokkurs konar
töfrabragða, og kemur tvennt til. Í fyrsta lagi að taka með torfu af gröf um
borð og standa á henni. Í annan stað að horfa stöðugt í land. Samkvæmt
upplýsingum heimildarmanns skilaði þetta engum árangri! 127
Fremur lítið er vitað um afstöðu til sjóveiki og kemur það ekki beint fram
í svörum heimildarmanna. Ýmislegt bendir þó til að hún hafi verið álitin
niðurlægjandi, a.m.k. sums staðar, og talin til marks um leti og ómennsku.
Þetta getur einnig hafa verið mismunandi, en ekki er beinlínis að sjá að glíman
við sjóveikina hafi verið skoðuð sem manndómsvígsla. Mjög sjaldan er greint
frá að þeir sem urðu að hætta vegna sjóveiki hafi uppskorið fyrirlitningu í
landi, en þekktist eigi að síður. Nýliðar virðast ekki hafa gefist upp fyrr en í
fulla hnefana.128 Líklega hafa menn reynt að þrauka eins lengi og þeir gátu,
beitt sjálfa sig hörku, staðið við færið og tekið þátt í annarri vinnu um borð. Þó
eru til dæmi um að sárveikir byrjendur hafi beðið um að vera settir í land.129
Ýmis ráð gegn sjóveiki voru þekkt á árabátum og má gera ráð fyrir að til
þeirra hafi einnig verið gripið á seglskipum, enda höfðu margir skútukarlar
verið hásetar á árabátum. Meðal annars var talið gagnlegt að tyggja munntóbak,
borða söl, drekka sjóblandaða ælu og láta grassvörð úr kirkjugarði í skó sína.130
Á færeyskum skútum fengu sjóveikir nýliðar yfirleitt ekki að liggja í koju
og gerði skipstjórinn þeim að standa vaktir eins og þeim bar skylda til. Þeir
sem voru of lasnir til að geta nálega ekki hreyft legg né lið fengu aðstoð hjá
félögum sínum sem hjálpuðu þeim við að borða eða báru þá upp á þilfar til þess
að fá frískt loft.131 Besta lækningin við sjóveiki á millilandaskútum var talin
vera að halda mönnum í mikilli vinnu. Einnig var talið ráðlegt að drekka sjó,
Einarsson, Kalt er við kórbak, bls. 77.
127 ÞÞ 5304.
128 Sigurjón Einarsson, Sigurjón á Garðari, bls. 27. - Guðmundur Gíslason Hagalín,
Sjö voru sólir á lofti, bls. 143-144. - Hallbjörn Eðvarð Oddsson, „Ævisaga
Hallbjörns Edvarðs Oddssonar“, Ársrit Sögufélags Ísfirðinga 3 (1958), bls. 96. –
Guðmundur Jakobsson, Nú er f leytan í nausti. Andrés Finnbogason skipstjóri segir
frá. [1. b.] (Reykjavík: Ægisútgáfan 1982), bls. 29. - Sbr. Guðmund Gíslason
Hagalín, Ilmur liðinna daga, bls. 135.
129 Guðmundur J. Einarsson, Kalt er við kórbak, bls. 77.
130 Lúðvík Kristjánsson, Íslenzkir sjávarhættir IV, bls. 128. – Mörg af þessum ráðum
við sjóveiki kunna að þykja þjóðsagnakennd en sum þeirra, t.d. að kyngja
ælunni, hafa þó verið við lýði á síðari hluta 20. aldar og þekkir höfundur það
af eigin reynslu.
131 Jóan Pauli Joensen, Færøske sluppfiskere, bls. 190.