Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Blaðsíða 66
MEINSEMDIR OG MANNDRÁPSBOLLAR 65
los var á kokkum en nokkuð minna á stýrimönnum sem réðu sig oftast
allan útgerðartímann.65 Ýmsar skýringar kunna að vera á þessum miklu
mannaskiptum. Venja var að hásetar réðu sig á eina vertíð í einu, sveitamenn
t.d. bara yfir vetrarvertíðina og héldu svo til síns heima. Einnig getur hafa
verið um óánægju að ræða eða að menn væru í stöðugri leit að betri launum,
skipum og aðbúnaði. Að vísu var kaupið alls staðar svipað þótt sumir gætu
samið um hagstæðari kjör, sérstaklega góðir fiskimenn. Það kemur því alveg
eins til greina að hið mikla f lakk háseta kunni að hluta til einnig að hafa
stafað af streitu eða vanlíðan og að þeir hafi kosið að freista gæfunnar í öðru
umhverfi með nýjum skipsfélögum. Jafnvel var til í dæminu að menn hyrfu
úr skiprúmi á miðri vertíð vegna sálrænna erfiðleika, en það virðist þó hafa
verið afar fátítt:
Ég gekk einu sinni af skipi, bað skipstjórann um að gefa mig lausan,
en hann neitaði. En lögin buðu aftur, að ef maður skaffaði mann í sinn
stað þá gat hann farið, svo ég keypti mann fyrir 25 krónur til að fara í
plássið mitt. Talsverður peningur þá. Eina skiptið sem mér hefur liðið
svo illa á skipi, að ég bara gafst upp, hvað sem þetta hefur verið. Það var
samt fínt samkomulag við alla og sumir góðir vinir mínir og frændur.66
Eitt þekkt dæmi er um sjálfsvíg. Það var á hákarlaskipi frá Norðurlandi
árið 1903 og hafði borið á þunglyndi hjá manninum í nokkurn tíma áður.
Skipið lá inni á höfn þegar þessi atburður átti sér stað og heyrir til algjörra
undantekninga miðað við þau gögn sem hér eru lögð til grundvallar.67
Guðmundur Gíslason Hagalín segir að aðeins hafi verið siglt í land ef
um mjög alvarleg veikindi var að ræða vegna þess að það var talið taka
of mikinn tíma frá veiðunum.68 Ekki er hægt að fullyrða hvort þetta hafi
verið algilt þótt ýmislegt bendi til þess. Lungnabólga, graftarígerð í nára og
inf lúensufaraldur eru dæmi um sjúkdóma sem farið var með menn í land út
af, samanber það sem áður segir.69 Ef árabátur varð á vegi skútu af tilviljun
65 ÞÍ. Bæjarfógetinn í Reykjavík. OA/6. Skipshafnarskrár 1904 og 1905. OA/7.
Skipshafnarskrár 1906 og 1907. OA/8. Skipshafnarskrár 1908 og 1909 A-F.
OA/9. Skipshafnarskrár 1909 G-N. OA/10. Skipshafnarskrár 1909 O-Ö og 1910
A. OA/13. Skipshafnarskrár 1911. OA/14. Skipshafnarskrár 1911 S.
66 ÞÞ 7295.
67 ÞÍ. Skýrsla um árið 1903 úr Siglufjarðarhjeraði.
68 Guðmundur Gíslason Hagalín, Ilmur liðinna daga (Reykjavík: Bókfellsútgáfan
1953), bls. 212-214.
69 ÞÞ 5731. – „Dagbókin“, Morgunblaðið 9. mars 1914, bls. 592. – „Bæjarfréttir“,
Vísir 10. apríl 1920, bls. 2. - Sbr. „Bæjarfréttir“, Vísir 9. september 1914, bls. 3.