Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Blaðsíða 257
256 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
nýrri tækni eða nýjum aðferðum. Fyrir þessu fundu margir enda gat allur
almenningur kynnst nýjungum í sýningarhaldi á ferðum sínum erlendis.
Fornleifarannsóknir á vegum safnsins voru heldur litlar og skráning sat
líka á hakanum.
En svo fór eitthvað að breytast og mátti kannski þakka síaukinni um-
ferð ferðamanna um landið, bæði innlendra og erlendra. Þeir urðu æ
meiri tekjulind og sveitastjórnarmönnum datt í hug að auka tekjurnar og
spurðu: Hvað getum við boðið upp á annað en rokka og aska, hvað vill
fólk sjá? Ósjaldan var svarið sýningar tengdar Íslendingasögum, land námi
og víkingum. En hvað fleira? Í ljós kom oftar en ekki að sveita stjórnar-
menn vissu ekki margt um eigið svæði, sögu þess og minjar, enda skorti
oft forn leifa skráningu, þótt vissulega hefði hún aukist eftir að hún varð
lögbundinn þáttur skipulagsgerðar árið 1989. Óskað var eftir fólki til að
skrá fornminjar. Og skyndilega var eins og ráðamenn væru sammála um að
nú væri komið að fornleifafræði, hana þyrfti að efla og styrkja.
Kristnihátíðarsjóður var settur á laggirnar og veitti fé til rannsókna.
Fornleifavernd ríkisins var stofnuð 2001, veitt var fé til kennarastöðu
í fornleifafræði við Háskóla Íslands 2002 og fyrir tvær aðrar 2006. Hús
Þjóðminjasafns var tekið í gegn og opnuð ný og glæsileg sýning, afar
nútímaleg. Uppgröftur víkingaaldarskála í Reykjavík endaði með fastri
sýningu, svonefndri Landnámssýningu, sem var opnuð vorið 2006 og
tók flestu öðru fram í tæknilegri framsetningu. Farið var af stað með
uppgraftarverkefni úti um allt land, sum viðamikil.
Sögu Fornleifastofnunar Íslands verður að skoða í þessu ljósi, hún var
stofnuð 1995, af fólki sem hafði lært fornleifafræði erlendis og vildi starfa
hérlendis þótt horfur á atvinnu væru ekki góðar. Forkólfarnir bentu á
nauðsyn rannsókna og hittu á óskastund. Stofnunin varð tímanna tákn,
svaraði þörfum fyrir nýjar rannsóknir, og forkólfarnir voru tilbúnir að taka
til hendinni. Á fáum árum urðu verkefnin ærin, fyrir innlent og erlent fé,
og starfið var ekki einungis fólgið í uppgrefti með tilheyrandi skýrslum og
fornleifaskráningu, heldur líka kennslu og útgáfu tímarits. Margir aðrir en
starfsmenn Fornleifastofnunar fóru af stað og ýttu rannsóknum úr vör. En það
er varla ofmælt þótt sagt sé að upphafsmenn Fornleifastofnunar hafi átt mjög
drjúgan þátt í hversu mikil og hröð umskiptin urðu í fornleifarannsóknum á
Íslandi. Þeir hvöttu til þeirra og réðu við að sinna þeim myndarlega þegar til
kom, t.d. með samvinnu við erlenda fornleifafræðinga.
Nú hafa þau gefið út bók sem veitir yfirlit um starfið undanfarin 16 ár.
Þetta eru 28 greinar eftir 21 höfund og mun þriðjungur þeirra vera af er-
lendu bergi brotinn sem sýnir með öðru að Fornleifastofnun er alþjóðleg