Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Page 120
HLUTVERK ÖRNEFNA Í FORNLEIFASKRÁNINGU 119
þó að ekki hafi verið vitneskja um þær fyrirfram. Deiliskráning er svo gerð
þar sem verið er að vinna deiliskipulag. Þá er nákvæmra upplýsinga af lað á
afmörkuðu svæði. Lagt er mat á þær minjar sem þegar hafa verið skráðar á
svæðinu og fornleifa einnig leitað þar sem engar skrif legar eða munnlegar
vísbendingar eru um þær.1
Nú hafa verið skráðar yfir 90.000 fornleifar í ÍSLEIFU, gagnagrunn
Forn leifastofnunar Íslands, þar af hafa tæplega 30.000 fornleifar verið skráðar
á vettvangi. Ýmsir aðrir aðilar vinna að fornleifaskráningu víða um land og
er því tala skráðra fornleifa töluvert hærri, en ekki liggja fyrir nákvæmar
upplýsingar um fjöldann. Samkvæmt svari við fyrirspurn sem lögð var
fyrir á Alþingi veturinn 2006-2007 höfðu um 18.000 fornleifar þá verið
skráðar af ýmsum öðrum aðilum, bæði opinberum og í einkageiranum.*
Fornleifastofnun áætlar að á landinu öllu séu að minnsta kosti 130.000
minjastaðir og er því enn mikið verk óunnið.
Örnefni sem vísbendingar um fornleifar
Við fornleifaskráningu eru ekki einungis skráðar fornleifar sem sjást eða
vitað er um að séu undir yfirborði, heldur einnig hverskyns vísbendingar
um horfin mannvirki og staðbundnar athafnir. Slíkar vísbendingar eru
aðallega tvennslags. Annarsvegar eru beinar heimildir um fornleifar.
Það geta verið frásagnir í ritheimildum, kort, ljósmyndir og munnlegar
frásagnir heimildarmanna. Hinsvegar eru örnefni sem vísa á mannvirki eða
staðbundnar athafnir, s.s. Fjárhúsholt eða Þingbakki. Slík örnefni eru ávallt
gaumgæfð hvort sem sýnilegar minjar eða frásagnir eru tengdar þeim eða
ekki. Þessi örnefni geta þá gefið vísbendingar um tilvist fornleifanna, um
staðsetningu þeirra og hlutverk.
Örnefni eru oft eina vísbendingin um ýmsar staðbundnar athafnir sem
líklegt er að engin mannvirki hafi tengst beint. Sem dæmi um slíka staði má
nefna leikvelli, orrustustaði, staði sem tengjast þinghaldi (aðra en þingbúðir),
þvottastaði og áningarstaði. Örnefnin eru sömuleiðis oft eina vísbendingin
um mannvirki sem ekki sjást lengur á yfirborði. Ástæður þess geta verið
að mannvirkið sé horfið vegna framkvæmda, uppblásturs, rofs eða annars
rasks, eða að mannvirkið sé svo útf latt eða sokkið að ekki sé hægt að greina
það frá umhverfinu.
Til þess að auka samræmi í því hvaða upplýsingum er safnað við skráningu
minjastaða og hvernig þær eru geymdar tóku Fornleifastofnun Íslands og
* http://www.althingi.is/altext/133/s/0978.html