Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Page 194
PÁLSTÓFTIR 193
sýna bendir til árstíðabundinnar notkunar. Greina mátti fjölmörg gólfyfirborð,
líklega mynduð úr ösku úr eldstæðinu og jurtaleifum, e.t.v. efni sem dreift
hafði verið á gólfið. Þessi lög voru aðskilin af lögum frá tíma bilum þegar
húsið hafði staðið autt, líklega einkum efni úr þaki og veggjum (Milek 2007).
Skor dýra leifar eru einnig vísbending um að húsið hafi öðru hvoru staðið
autt. Ekki fundust leifar af neinum skordýrum sem lifa í sambýli við menn,
aðeins dýr sem algeng eru á heiðum og engjum, en búast má við að þau hafi
haldið til í torfþakinu (Tafla 1, Buckland 2007). Athugun á örformgerð gaf
ekki vísbendingar um notkun hússins. Fátt fannst í húsinu af gripum eða
beinum, aðeins þrjár steinflísar. Ein þeirra gæti hafa hrokkið af eldtinnu, en
tvær kvartsflísar virðast tilhöggnar sem bendir til að þær séu verkfæri. Þó að
erfitt sé að álykta með vissu út frá því að ummerki vanti, mætti ætla að fátt hafi
verið gert í þessari vistarveru annað en að sofa í henni. Það er jafnvel vafamál
að þar hafi verið eldað, úr því að ekkert finnst af brenndum beinum.
Mjög líklegt er að mannvirki II hafi verið notað sem geymsla. Það er um 3 m²
að innanmáli, og ekki eru merki um neina innansmíð í húsinu og því takmörk
sett til hvers hefur mátt nota það. Greining á stórsæjum jurtaleifum leiddi í ljós
leifar af heyi eða grasi og þunnsneið tekin til örform gerðar rann sóknar staðfesti
það. Þetta bendir til þess að hey hafi verið geymt í þessu litla rými (Milek 2007).
Ekki fundust neinir gripir sem tengdust notkun mann virkis ins. Mannvirki III
stóð ofar í slakkanum en hin og sneri öðruvísi við áttum. Veggir þess voru
veigaminni og ekki fundust í því stoðarholur. Tölu verðar líkur eru á að það
hafi ekki verið undir þaki. Af þessum sökum og vegna stærðar, mannvirkið er
um 9 m² að innanmáli, er það túlkað sem kró eða gerði fyrir skepnur, ef til vill
Tafla 1. Yfirlit yfir skordýraleifar frá Pálstóftum (byggt á Buckland 2007)
Tegund Mannvirki I Mannvirki II Mannvirki IV Samtals
Carabidae indet. 1 - - 1
Patrobus septentrionis Dej. 12 - 1 13
Amara quenseli (Schön.) 1 - - 1
Byrrhidae indet. 1 - 1 2
Byrrhus fasciatus (Forst.) 1 - - 1
Aphodius lapponum Gyll. 1 - - 1
Otiorhynchus arcticus
(O. Fabricius) 6 - 1 7
Otiorhynchus nodosus (Müll.) 7 1 4 12
Otiorhynchinae indet. 1 - - 1
Samtals fjöldi 31 1 7