Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2011, Qupperneq 65
64 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Heimildir eru þöglar um sálræna erfiðleika ef undan eru skildar frásagnir
um streitueinkenni vegna mikils álags, en það var helst þegar mokaf laðist.
Dæmi eru um menn sem ekki gátu sofnað eftir að hafa staðið við færið svo
dögum skipti í miklum fiski. Háseta nokkrum sem þannig var ástatt fyrir
kom ekki dúr á auga í tvo sólarhringa eftir að hrotunni lauk og var þá gripið
til þess ráðs að sigla með hann í land þar sem honum var komið undir læknis
hendur og gefið svefnlyf.61 Áður segir frá háseta sem þjáðist af svefnleysi og
drykkjusýki.
Sálræn eða félagsleg vandamál kunna einnig að hafa gert vart við sig vegna
skorts á einkalífi, þótt ekki sé getið um það. Á færeyskum skútum var mikið
um einelti en ekki liggja fyrir upplýsingar um slíkt á íslenskum seglskipum,
þótt beinlínis hafi verið spurt að því í 44. spurningaskrá Þjóðminjasafns
Íslands, en hugsast getur að menn hafi verið tregir til að segja frá slíku.
Að vísu varð kokkurinn fyrir aðkasti þegar hann þótti ekki sinna starfi
sínu sem skyldi og var þá skammaður duglega og kallaður ýmsum ljótum
nöfnum, svo sem eiturbrasari, kokksdrusla og skítkokkur.62 Uppnefni og
jafnvel hrekkir gagnvart kokknum þekktust einnig á færeyskum skútum og
af sömu ástæðum. Joensen setur hann samt ekki á stall með rukka, en það
var persóna sem varð fyrir stöðugu aðkasti vegna þess að hún var auðtrúa,
treggáfuð, skapvond eða féll ekki inn í hópinn af öðrum orsökum, og er
tekið undir þetta sjónarmið hér. Færeysku skipin voru að veiðum fjarri
heimalandinu en búast má við að það hafi valdið töluvert meira álagi en
á íslensku skipunum.63 Eineltið hefur sennilega skapað útrás fyrir streitu,
en auðvitað ekki hjá þeim sem urðu fyrir því. Einelti var einnig vel þekkt
fyrirbæri á millilandaseglskipum.64
Hvað menn vinna lengi á sama skipinu getur hugsanlega verið mælikvarði
á líðan áhafnarinnar. Til þess að fá nokkra hugmynd um þennan þátt var
ráðningartími háseta á kútter Seagull frá Reykjavík 1904-1911 tekinn til
skoðunar. Skipið er valið af handahófi og hafði sama skipstjóra allan tímann,
en f lestir aðrir skipstjórar voru mun skemur eða í eitt til fjögur fiskveiðiár.
Í ljós kom að mjög mikil mannaskipti voru um borð þannig að á sama ári
hætti meira en helmingur áhafnarinnar og nýir voru ráðnir í staðinn. Svipað
61 Jón Kr. Lárusson, Ævisaga Breiðfirðings. Endurminningar Jóns Kr. Lárussonar frá
Arnarbæli (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja 1949), bls. 47-48. – Sbr. Hallbjörn
Eðvarð Oddsson, „Ævisaga Hallbjörns Edvarðs Oddssonar“, bls. 137. – ÞÞ 5304.
62 Ágúst Ólafur Georgsson, „Sunnudagur í landi, sætsúpa til sjós“, bls. 62-63.
63 Jóan Pauli Joensen, Færøske sluppfiskere, bls. 186-187, 200-207.
64 Knut Weibust, Deep sea sailors. A study in maritime ethnology. 2nd ed. Nordiska
Museets handlingar 71 (Stockholm: Norstedt 1969), bls. 440.