Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 12
10
Jakob Benediktsson
nauðsynleg hverjum þeim sem vill kynnast þeim erlendu bókmenntum sem
Islendingar lásu mest á liðnum öldum, að ógleymdum hugmyndaheimi
kaþólskrar kirkju, sem átti sinn mikla þátt í þróun íslenskra miðaldabókmennta.
Rétt er það að íslenskir fræðimenn hafa margir hverjir einbeitt sér að hand-
ritafræði og textafræði, eða öllu heldur fílólógíu í gömlum skilningi, en hún var
raunar meira en að ganga frá traustum útgáfum texta. Sú fílólógía sem þróaðist
á 19. öldinni var í eðli sínu miklu víðtækari fræðigrein, hún stefndi líka að því
að skýra textana, ekki aðeins málfræðilega, heldur og efnislega, gera grein fyrir
heimildum þeirra og tengslum við aðrar bókmenntir. Með því varð hún móðir
bókmenntafræðinnar, og sá naflastrengur sem tengir þessar fræðigreinar saman
hefur enn ekki slitnað að fullu, og á ekki að gera það, a. m. k. ekki að því er
varðar miðaldabókmenntir.
Ástæðurnar eru fleiri en ein. Bókmenntafræði fæst við texta, ekki síður en
fílólógía. Þegar um miðaldatexta er að ræða, verða menn fyrst að spyrja hvernig
sá texti sem um er að ræða er kominn okkur í hendur. Þetta kann að þykja fánýt
spurning. Eru íslenskir miðaldatextar ekki til á prentuðum bókum, sem fíló-
lógar hafa um vélt og búið til prentunar eftir handritum? Svo er að vísu, en því
fer fjarri að það sé gert í eitt skipti fyrir öll svo að ekki þurfi umbóta við. Enn
er fjöldi íslenskra miðaldarita ekki til í fullnægjandi undirstöðuútgáfum, m. a.
margar Islendingasögur, sumar konungasögur og biskupasögur, svo að ekki sé
minnst á aðrar fyrirferðarmiklar bókmenntagreinar. Vissulega eru flestir þessir
textar til á prenti í einhverri mynd, en gallinn er sá að margar útgáfur birta oft
ófullnægjandi eða jafnvel með öllu villandi mynd af því ritverki sem um er að
ræða.
Vandinn stafar að verulegu leyti af mismunandi varðveislu íslenskra mið-
aldatexta. Frumtextar eru yfirleitt ekki til, uppskriftir mismargar og misgamlar,
sumir textar jafnvel aðeins til í 17. aldar handritum. Skrifarar voru sjaldnast
nákvæmir samkvæmt nútímaskilningi, þeir breyttu textanum, ekki aðeins með
venjulegum ritvillum, mislestri og öðru gáleysi, heldur líka af yfirlögðu ráði,
styttu og breyttu stíl, lagfærðu textann eftir sínum eigin hugmyndum. Við þetta
hafa stundum orðið til mismunandi gerðir sem eru svo ólíkar að nær
ógerningur er að fá um þær raunverulega hugmynd af textaútgáfu með ræki-
legum orðamun úr mörgum ólíkum handritum. Jafnvel harðsvíruðum
textafræðingum ætla ég þvílíkt erfiði ofvaxið, hvað þá öðrum.
Vitaskuld er stundum hægt að færa að því rök hver gerðin muni upphaf-
legust. En málið er í rauninni ekki leyst með því. Þar sem um verulegan mun er
að ræða hljóta bókmenntafræðingar að spyrja: Hvernig stendur á þessum
breytingum á stíl og efnismeðferð? Hvað vakti fyrir skrifurum sem þannig
unnu? Þessum spurningum verður ekki svarað nema að gerðirnar séu aðgengi-
legar hver í sínu lagi. Þetta hafa textafræðingar séð ás betur á síðustu áratugum,
og sérútgáfum af ýmsum gerðum miðaldatexta hefur stórum fjölgað og aðrar
eru í undirbúningi. En býsna margt er ennþá ógert á þessu sviði og skipulegar
rannsóknir á mismunandi textagerðum skammt á veg komnar. Við getum nefnt