Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 31
Leitin að landinu fagra“
29
stöðulykillinn er nú frágenginn að heita má enda þótt ekki hafi enn verið tekin
ákvörðun um það með hvaða hætti hann verður út gefinn. Ólíklegt er þó að
hann verði prentaður því sú bók yrði tæpar átta þúsund blaðsíður (og 100 línur
á hverri síðu). Ekki þótti ástæða til að prenta kynningu Eiríks í þessu riti en
þess í stað birtist hér lítillega breyttur fyrirlestur sem hann flutti málfræðingum
um starfið að þessum lykli (sjá bls. 54-61).
II
Saga elstu íslenskra bókmennta bar þess lengi skýr merki að hana skráðu
textafræðingar; bókmenntalegar rannsóknir lentu utangarðs og fræðimenn
einhentu sér að leitinni að hinum fyrsta texta, frumtextanum, og almennum
hugleiðingum um uppruna sagnalistarinnar. Undir kyrrlátu yfirborði texta-
fræðinnar leyndist nefnilega rómantísk draumsýn; með elju sem minnir á leit
riddaranna forðum að kaleiknum dýra mátti kannski draga fram eða finna þá
skíru og hreinu frásögn frumhöfundar sem einhvers staðar leyndist í vondum
eftirritum. Með vandlegri athugun allra varðveittra handrita tiltekinnar sögu og
rökhugsun var smíðað ættartré með misjafnlega mörgum visnuðum greinum og
þannig mátti einatt fikra sig frá 16. eða 17. aldar pappírshandriti aftur í stjörnu-
merkta bókstafi á þjóðveldisöld og snúa þeim í ‘frumsögu’ eða púsla saman
gömlum skinnpjötlum og fatasniðum sem Árni Magnússon bjargaði í eldinn í
Kaupinhafn þannig að úr varð heild, sá besti texti sem völ var á, og það sem
betra var: verk sem unnt var að tímasetja með nokkurri nákvæmni. Vinnu-
brögðin voru undir áhrifum þeirrar vísindahyggju sem átti blómaskeið á síðari
hluta 19. aldar og fyrri hluta þessarar.3
Hún er annars merkileg þessi lífseiga dýrkun hins upphaflega, þeirrar
frumgerðar sem nú er löngu týnd og aldrei kemur aftur, og hún gengur að því
er virðist þvert á hugmyndir manna á miðöldum um vinnulag og sköpun þar
sem þeir voru einatt bestir höfundar sem umsköpuðu þann efnivið sem þeir
höfðu í höndum, breyttu og bættu, lengdu og gerðu betur, og má í því sam-
bandi minna á vinnubrögð Snorra Sturlusonar við samningu Heimskringlu.4
Raunar er lítið vitað um hugmyndir sagnameistaranna fornu um byggingu
verka og stíl, þó vekja megi athygli hér á nýlegri rannsókn Sverris Tómassonar
á formálum íslenskra sagnaritara á miðöldum (1988) þar sem segja má að kveði
við nýjan tón í rannsóknum innlendra fræðimanna.
Margt hefur breyst frá því sem áður var í þessum fræðum; þeir textafræð-
ingar sem unnið hafa að útgáfum á síðari hluta þessarar aldar (einkum í
tengslum við Árnastofnanirnar tvær, í Kaupmannahöfn og Reykjavík) hafa
fágað vinnulagið og gera að sönnu strangari kröfur en fyrirrennarar þeirra á 19.
öld: þeim er t.d. ekki jafn mikið í mun að endurgera stofnrit eða jafnvel frum-
texta, og nú eru gjarnan prentaðar fleiri gerðir texta í heilu líki og ekki látið við
það sitja að rekja orðamun neðanmáls.5 Það breytir ekki því að röksemdirnar