Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 33
„Leitin að landinu fagra“
31
beri að koma til móts við notendur með einhverjum hætti. Hann telur heldur
varasamt að endurgera texta með róttækum hætti, en hugsanlegt að ganga
lengra en venja er í því að leiðrétta texta aðalhandrits, þegar varðveisla handrita
gefur tilefni til, prenta stofnrit.6 Annar möguleiki væri sá að vísa notendum með
einhverjum hætti veginn í völundarhúsi lesbrigðanna, benda á þá leshætti sem
mestu skipta eða sleppa jafnvel alveg þeim sem ekkert gildi hafa samkvæmt
ættartrénu eða stemmanu. Loks nefnir Stefán þriðja möguleikann, og sá þykir
mér vænlegastur: að gefa út samtímis tvær útgáfur. Önnur væri prentuð í litlu
upplagi með takmarkaðri viðhöfn og þar væri ítarleg lýsing á öllum
varðveittum handritum, stafréttur texti aðalhandrits og tæmandi skrá lesbrigða
neðanmáls. Hin útgáfan væri þá ætluð almennum lesendum, textinn sam-
ræmdur og leiðréttur innan skynsamlegra marka.7
Einsog allir vita þá eru Islendinga sögur, höfuðdjásn íslenskra miðalda-
bókmennta, einvörðungu varðveittar í eftirritum, sumar hverjar einungis í mjög
ungum pappírshandritum (sem að vísu má ætla að séu stundum rituð eftir
skinnbókum frá miðöldum milliliðalaust). Þessi sérkennilega varðveisla hefur
tekið drjúgan toll af starfsorku þeirra sem fengist hafa við athuganir á þessum
sögum; þrátt fyrir það er einungis lítið brot þeirra til í traustum útgáfum, hvað
þá strangvísindalegum útgáfum þar sem tilgreindur er orðamunur úr öllum
handritum sem talin eru hafa gildi. Enda er það nánast óvinnandi verk að gefa
sumar þeirra út í slíkum útgáfum; hvernig ætti t.d. að gefa Njálu út: ein lína af
texta og 40 línur af lesháttum úr mismunandi handritum? Ef aðeins eru taldar
fáeinar Islendinga sögur sem ekki eru til í fullnægjandi útgáfum má nefna Egils
sögu, Laxdæla sögu, Grettis sögu, Ljósvetninga sögu og Hrafnkötlu.8
Sem dæmi um athugun þarsem höfundur færir rök fyrir stofnriti að baki
tveggja varðveittra gerða má nefna bók Hallvards Mageroy (1957) um Banda-
manna sögu og gerðir hennar. Sagan er sem kunnugt er varðveitt í Möðruvalla-
bók (AM 132 fol.) frá því um 1330-70 (lengri gerð) og Konungsbók (GKS 2845
4to) frá miðri 15. öld (styttri gerð) og ber töluvert á milli. Mageroy hefur borið
gerðirnar saman, nánast frá orði til orðs, og lagt á það mat hvor standi nær
frumsögunni hverju sinni, varðveiti upprunalegri leshætti. Jafnframt því hefur
hann fjallað ítarlega um stíl hennar og listræn einkenni, kannað rækilega föng
hennar, rittengsl, og reynt að tímasetja ritun hennar með nokkurri nákvæmni.9
Hann er þeirrar skoðunar að gerðirnar báðar séu runnar af einni rót en í lengri
gerðinni (M) sé upphaflegri texti og hún sé aukinheldur betri: „[...] reint
estetisk har förerangen framför hi texta. (Mageroy 1956-76, “'5). I framhaldi af
rannsókn sinni hefur hann gefið söguna tvisvar út. I eldri útgáfunni (1956-76)
eru gerðirnar báðar prentaðar stafrétt á sömu blaðsíðunni með viðaukum og
lesbrigðum neðanmáls, ítarlegum formála, ættartrjám handrita, mállýsingum,
o.s.frv. Hin útgáfan (1981) er ætluð öðrum lesendahópi og breiðari og þar
leggur hann M-textann til grundvallar en leiðréttir með K-texta þar sem honum
sýnist þörf á því: það má kannski segja að hann reyni með nokkrum hætti að
endurgera stofnrit gerðanna tveggja. Stundum leiðréttir hann einfaldlega aug-