Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 38
36
Örnólfur Thorsson
1989). Á myndinni er líka yfirlit yfir þær sögur sem eru taldar hafa verið í
Vatnshyrnu.
Myndin veitir upplýsingar um 32 Islendinga sögur.12 Um 25 þeirra eru jafn-
an taldar ritaðar á 13. öld en frá þeirri öld eru aðeins fáeinar slitrur sagnahandrita
varðveittar einsog alkunna er (t.d. brot Eglu, Eyrbyggju og Laxdælu); þó birtir
til strax um 1300 (t.d. Njála, Fóstbræðra saga, Gunnlaugs saga og Heiðarvíga
saga). Ef aðeins er tekið mið af varðveislunni virðist blómaskeið Islendinga sagna
miklu fremur vera á fjórtándu öld og fyrsta fjórðungi þeirrar fimmtándu en í
umróti Sturlungaaldar á 13. öld - og þar með er ekki fullyrt að varðveisla sé
ávitull um aldur. Það hentaði hins vegar ágætlega í sjálfstæðisbaráttunni á síðari
hluta 19. aldar og fyrstu áratugum þessarar að bestu bókmenntir okkar hefðu
verið saman settar meðan við enn vorum frjálsir menn í frjálsu landi, fyrir 1262:
þaðan eru kannski komnar lífseigar hugmyndir um blómlegt rithöfundarstarf
‘um miðja 13. öld’, ‘á þriðja fjórðungi þrettándu aldar’, o.s.frv.?
III
Bókmenntafræðin var lengi hálfgerð annexía frá fílólógíunni, útibú þar sem
rauðeygðir textafræðingar gátu rétt úr bakinu og látið gamminn geysa: velt fyrir
sér mannlýsingum og listgildi, höfundi og hugmyndum hans án þess að til
þeirra hugleiðinga væru gerðar miklar kröfur um vísindaleg vinnubrögð eða
fræðimennirnir væntu kannski mikils árangurs sjálfir.
I þessu sambandi má minna á fimmtugan ritdóm Hallvards Lie (1939) um
útgáfu Guðna Jónssonar á Grettlu og Bandamanna sögu fyrir Hið íslenzka
fornritafélag. Þegar hann birtist á prenti höfðu þegar komið út fimm bindi í
þessari miklu ritröð sem hófst árið 1933 með Eglu-útgáfu Sigurðar Nordal.
Enda þótt tilefni ritdómsins sé útgáfa Guðna fjallar Lie almennt um viðhorf og
vinnubrögð þeirra fræðimanna sem taldir voru til ‘íslenska skólans’ eða ‘skóla
Nordals’: bókfestumenn með „[...] en noe usedvanlig sterk lyst til á opspore
«forfattere» til de forskjellige sagaverker.“ (Lie 1939, 97). Margt af því sem fram
kemur í þessum fjörlega ritdómi er enn í fullu gildi, ekki hvað síst gagnrýnin á
höfundarleitina og ómarkvissa aðferðafræði, en það verður ekki rakið hér
heldur látið duga að vitna til hans um áhrif textafræði á bókmenntasögulegar
rannsóknir á íslenskum sagnabókmenntum:
[...] si lenge filologene ennu ikke hadde rukket a fiksere sin faglige innsikt i trykte
tekstutgaver, var de i kraft av sin spesielle «hemmelige» viden om selve tekstene si i
si selvskrevne til forelobig i ta hind ogsi om forskjellige forskningsopgaver som
grenset op til deres eget fagomride, men som de pi den annen side naturligvis ikke
alltid var fullt kvalifisert til i lose. En overveiende del av de «litteraturhistoriske»
verker om sagalitteraturen bærer siledes bastante vidnesbyrd om sine ophavsmenns
spesifikt filologiske pergamentsglede.
(Lie 1939, 103)