Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 44
42
Örnólfur Thorsson
ritgerðum. Með útgáfu íslenzkra fornrita var ætlunin að beita aðferðum bók-
menntafræði á sögurnar í ríkara mæli en fyrr; viðurkenna á borði að sögurnar
væru bókmenntir en ekki misgóð sagnfræði. Telja verður í ljósi reynslunnar að
það ætlunarverk hafi mistekist enda þótt margt sé vel athugað í formálum
ritraðarinnar, og kenningar þeirra Einars Ólafs og Sigurðar Nordal séu enn einu
‘stóru kenningarnar’ um þróun sagnalistarinnar; hin bókmenntalega umfjöllun
hverfur í skugga rannsókna á rittengslum, tímatali, aldri og uppruna og stað-
fræði; sú bylting sem Hrafnkötlubók Sigurðar Nordals árið 1940 boðaði hafði
ekki þau áhrif að tekið væri að rannsaka Islendinga sögur sem bókmenntaverk.
Óskar Halldórsson fjallaði um rannsóknarstefnu íslenskra fræðimanna í grein
sem hann skrifaði árið 1978:
En þegar þess er gætt að ‘íslenski skólinn’ var öðrum þræði menningarpólitík þarf
öngvan að undra að hann skorti herslumuninn sem vísindaleg rannsóknastefna.
Okkur ber að skoða hann sem merkilegt framtak á sinni tíð fremur en algilda
niðurstöðu eða stefnumörkun. Ennfremur verður að viðurkenna að þótt hann legði
áherslu á að íslendingasögur væru bókmenntaverk lagði hann lítið af mörkum til að
skilgreina bókmenntaleg einkenni þeirra. Hér má þó undanskilja rit Einars Ól.
Sveinssonar um Brennu-Njáls sögu og fleira, greiningu Sigurðar Nordals á
Hrafnkelssögu og nokkrar ritgerðir aðrar. En um listareinkenni þessarar bók-
menntagreinar í heild, til að mynda formgerð og stíl, hefur nánast ekkert verið ritað
á íslenska tungu.
(1978,318-19)
Margt í hugmyndum íslenskra fræðimanna fyrr á þessari öld var mótað af
sjálfstæðisbaráttunni og þann þráð má rekja aftur á 19. öld: krafan um frelsi og
sjálfræði var efld með tilvísun til gullaldarinnar og þeirra miklu bókmennta sem
íslenskir menn settu saman á þjóðveldisöld; þangað sóttu menn fyrirmyndir að
málhreinsun, kröfuna um alþingi á Þingvelli, og hin glæsta fortíð vísaði
þjóðinni veginn til nýrrar aldar.
Höfuðpaurar íslenska skólans mótuðu með ritum sínum og útgáfum hug-
myndir um þróun sagnalistarinnar einsog fyrr var vikið að. Hún er séð í
rómantísku ljósi: sögurnar hafnar upp til skýja sem einstæð afrek einangraðrar
menningar, ein af furðum veraldar. Þær þróast frá ófullkomleika í listrænum
skilningi, t.d. Heiðarvíga sögu og Fóstbræðra sögu, til æðstu snilldar í sögum
einsog Hrafnkels sögu og Njálu sem síðan spillist og hnignar, úrkynjast í hinum
yngri sögum einsog Króka-Refs sögu, Víglundar sögu og Finnboga sögu
ramma. Þeirri þróun hefur Sigurður Nordal lýst víða, t.d. í ritgerð sinni Um
íslenzkar fornsögur (1968) og má segja að hann hafi þar rekið smiðshöggið á þá
kenningu um uppruna sagnanna sem kennd er við bókfestu. En nú er farið að
hrikta mjög í byggingunni enda ekki víst að smiðirnir hafi til þess ætlast að hún
stæði til frambúðar.
Bókmenntarannsóknir íslenska skólans beinast einkum að föngum sagna-
ritaranna, rituðum og munnlegum, persónu skáldsins og átökum í hugarheimi