Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 45
„Leitin að landinu fagra“
43
þess (sbr. átökin í huga Egils og Sonatorrek) þar sem glíma andstæð hugmynda-
leg viðhorf. Skáldin eru talin sjálfstæðir leikmenn eða klerkar lausir undan
kreddum trúarbókmennta og meginástæða þess að innlendri bókmennta-
sköpun hnignar er hrun þjóðveldis og sjálfræðisvitundar: í kjölfar þess fara
aukin áhrif ‘léttvægra’, staðlaðra bókmennta, afþreyingarsagna eins og riddara-
sagna og fornaldarsagna: hlutlaus og öguð frásögn víkur fyrir lausbeisluðu
ímyndunarafli, hófstilltur sögustíll og þjóðlegur víkur fyrir stuðluðum klisjum
og íburði í máli, sérstæð list víkur fyrir alþjóðlegri lágkúru, hámenning fyrir
lágmenningu: hér er með öðrum orðum syndafall íslenskrar menningar.
Raunsæinu hnignar einsog Einar Ólafur segir, skilningur á fornri siðaskoðun
þverr, hetjan verður tilfinningasnauður slagsmálakappi:
Annars verða nú flestir menn annaðhvort góðir eða vondir: hin hlutlæga, óhlutdræga,
raunsæja lýsing þverr. Alls konar ýkjur vaxa, áhuginn á göldrum og öðrum
yfirnáttúrlegum efnum eykst óðfluga frá því sem áður var. Smekkurinn þverr,
hófsemin, jafnvægið milli hins höfðinglega og alþýðlega, eða samruni þess. Meira ber
nú á mætum á hinu grófa og almúgalega. Skáldskapurinn eykst, um leið og hann
versnar.
(Einar Ól. Sveinsson 1965, 162-63)
Reynt er að tímasetja sögurnar, og í þeirri vinnu er nánast gengið út frá
þróunarkenningunni sem vikið var að hér að ofan: þroska sinn tekur sagnalistin
út í umróti Sturlungaaldar: það kemur líka heim og saman við þá hugmynd að
mikil list spretti af þjóðfélagslegu umróti einsog Einar Ólafur nefnir í hinni
ágætu bók sinni um Sturlungaöld (1940).
IV
Við tímasetningu skipta rannsóknir á rithefðinni mestu: rittengsl varpa ljósi á
aldur sagnanna (a.m.k. afstæðan), vinnulag sagnameistaranna og þau skýra
þróun bókmenntagreinarinnar í heild, og þá gengur kenningin upp.20 Til marks
um áhrifamátt þeirra má taka lítið dæmi. í formála sínum að Gísla sögu (íslenzk
fornrit VI 1943) reynir útgefandinn, Björn K. Þórólfsson, m.a. að tímasetja
hana með hliðsjón af öðrum íslendinga sögum og Landnámu Sturlu
Þórðarsonar. Hann rökstyður þá skoðun sína að höfundur hafi m.a. notað
Droplaugarsona sögu og sú saga sennilega ekki verið rituð fyrr en eftir 1230.
Hún ætti því ekki að hafa borist til Vestfjarða fyrr en um 1240, segir Björn, og
Gísla saga samin á áratugnum 1240-50. Því næst nefnir hann að á frásögninni
séu viðvaningslegar veilur, sem ekki verða raktar hér. Hann segir svo:
Þegar svona lagaðir gallar finnast í sögu, sem ber vott um mikla rithöfundar
hæfileika, má teljast vafasamt, að höfundur hennar hafi lesið slík meistaraverk sem