Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 47
Leitin að landinu fagra"
45
fjallaði í bók sinni The Problem of Icelandic Saga Origins (1964, 95-103)
nokkuð ítarlega um rannsóknir Einars Ólafs á rittengslum Njálu, einkum á
sambandi hennar og Laxdælu. Hann taldi niðurstöður Einars vafasamar:
höfundur Njálu hefði að sönnu verið vel lesinn maður og hann hefði margt
heyrt en ekkert væri sannað um bein bókmenntaleg áhrif. í ályktunarorðum
sínum segir hann m.a.:
The Fornrit introductions have gradually built up a theory of written sources which
now overwhelms the student of saga literature. To test each case on its own merits,
as it deserves, would fill many pages. I have purposely chosen Njáls saga because it
is the largest, one of the latest and most literary sagas, and the one which perhaps
lends itself best to bookprose analysis. The fact that it does not pass the test enjoins
caution in the similar analysis of other sagas.
(Andersson 1964, 103)
Jónas Kristjánsson fjallar víða um rittengsl í bók sinni um Fóstbræðra sögu
(1972, 144-291). Hann segir að aldrei hafi verið mótaðar fullgildar aðferðir til
að meta skyldleika íslenskra fornrita, þráðurinn rakinn áfram frá Einari Ólafi,
og það hafi leitt til sundurlyndis í vinnubrögðum og niðurstöðum; þar sem einn
sér óyggjandi rittengsl sér annar engin (sbr. 1972, 224-25). Jónas vitnar til
skilmála sagnfræðinga um að þrennt þurfi að koma til ef tengsl tveggja rita eiga
að teljast örugg: „1) Fleiri en eitt sameiginlegt efnisatriði. 2) Að nokkru leyti
sama röð efnisatriða. 3) Sameiginlegt orðalag.“ (1972, 225) Með traustum
rannsóknum sínum og sannfærandi málflutningi yngdi Jónas Fóstbræðra sögu
nánast um heila öld, færði hana úr flokki byrjendaverka fram undir lok 13.
aldar og sýndi ótvírætt hversu lítið hald er í eldri aldursgreiningu og lítið mark
takandi á ályktunum sem dregnar eru af rittengslum. Því miður hafði rannsókn
hans ekki þau áhrif að aldursgreining fleiri íslendinga sagna væri tekin til
endurskoðunar enda þótt segja megi að undirstöðunni hafi verið kippt undan
byggingunni allri með niðurstöðum hans. Með þeim orðstöðulykli, sem nánar
er fjallað um í grein Eiríks Rögnvaldssonar í þessu riti, má segja að opnist nýir
möguleikar til að endurmeta kenningar um rittengsl. Margt af því sem áður var
talið vísbending um orðavensl tveggja rita reynist tíðnotað orðalag í mörgum
sögum og þá verða rittengsl að ritklifum.
Jónas telur fjóra flokka röksemda haldbesta þegar aldur sagna er annars
vegar (293). I fyrsta lagi nefnir hann aldur handrita. Eftir rannsókn hans verður
sagan litlu eldri en elsta handrit hennar, Hauksbók frá upphafi 14. aldar. I annan
stað nefnir hann ábendingar sögunnar sjálfrar, t.d. þegar vísað er til nafn-
greindra manna sem vitað er hvenær voru uppi. I þriðja lagi er svo skyldleiki
við önnur rit sem verða tímasett með nokkurri vissu og loks áhrif frá nýlegum
atburðum sem kunnugt er hvenær gerðust. Helsti gallinn við þrjá hina síðari
kosti Jónasar er að oft getur verið erfitt að greina milli þess sem upphaflegt er
i varðveittu handriti og þess sem skrifari hefur aukið í frásögnina síðar, og það