Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 50
48
Örnólfur Thorsson
Tilvísanir
1 Það er raunar athyglisvert að þrátt fyrir blómlegt starf á sviði norrænnar fílólógíu á 19. öld
og þeirri tuttugustu eru fáar ritgerðir og rit handbær þar sem fjallað er um sérstöðu þeirra
fræða, það sem greinir þau frá klassískri textafræði, eða þá aðferðafræði sem lögð er til
grundvallar. Jón Helgason, sem tvímælalaust er einn áhrifamesti textafræðingur þessarar
aldar, var t.d. ekki háskólakennari á því sviði einsog Helle Jensen bendir á: „Den under-
sogelsesstrategi og de udgivelsesmonstre, som nu anvendes af si godt som alle, der arbejder
med kritisk udgivelse af norrone tekster, er i al væsentlighed fastlagt af Jón Helgason, der
direkte eller indirekte har været lærer for efterhinden mange generationer af udgivere, til-
horcndc ikke si fi nationaliteter. Jón Helgason var ikke teoretiker, og som universitetslærer
underviste han aldrig i kodikologi, tekstkritik eller editionsteknik som selvstændige
discipliner. Han underviste i sprog og litteratur, men i og med at de anvendte udgaver altid
fik deres bekomst (og undertiden lidt til) og tekstkritiske problemer naturligvis blev
behandlet integreret i tekstgennemgangen, hvor et hovedpunkt altid var forsoget pá at fá
mening i teksten, som den er overleveret, sá blev der nu alligevel i undervisningslokalerne
formidlet visse holdninger og en del principiel lærdom pá disse felter." (Helle Jensen 1989,
211). Svo virðist helst sem ungir menn og konur hafi lengstum lært þá list að ganga frá
textafræðilegum útgáfum fornra norrænna bókmennta með svipuðum hætti og námfúsir
unglingar á fyrri tíð lærðu forn fræði og vísendi af meisturum á því sviði.
2 Ef tekið er mið af útgefnum bókum á þessu sviði eru fræðirit hverskonar heldur fá. Mér telst
svo til að Stofnun Árna Magnússonar hafi gefið út um tug rita sem telja má til fræðibóka.
Þar af eru fimm doktorsritgerðir, sú elsta bók Jónasar Kristjánssonar um Fóstbræðra sögu
(1972), sú yngsta verk Sverris Tómassonar um formála (1988). Af öðrum ritum má nefna
bækur Hermanns Pálssonar allmargar, bókaflokk Einars Pálssonar um rætur íslenskrar
menningar og strjálar ritgerðir um einstaka þætti, einkum í ritröðinni Studia Islandica.
Ekkert greinasafn er til á íslensku um ný viðhorf til fornbókmennta almennt, hvorki þýtt né
frumsamið, engin þýðing á nýlegu erlendu fræðiriti ef frá er skilin bók Steblin-Kamenskij
um Heim íslendingasagna (sem út kom í þýðingu Helga Haraldssonar 1981). Fjölmargar
ritgerðir birtast á ári hverju um íslenskar miðaldabókmenntir, einkum í Skírni og Tímariti
Máls og menningar. Hins vegar er ekkert íslenskt tímarit helgað fornum fræðum okkar utan
Gripla Árnastofnunar sem kemur nokkuð óreglulega út.
3 Hér verður ekki fjallað um aðferðafræði þá sem beitt er við textarýni, rætur hennar eða
sögu. Um þá hluti má t.d. lesa í Handritaspjalli Jóns Helgasonar (1958), ágætri grein Jakobs
Benediktssonar um textafræði (1981), grein Helle Jensen (1989) og fyrirlestrum Ólafs
Halldórssonar, Helle Jensen, Stefáns Karlssonar og Odds Einar Haugen frá málþingi
textafræðinga íNoregi 1987 (Tekstkritisk teori og praksis 1988).
4 Hún gengur líka þvert á hugmyndir íslenskra lesara á fyrri tíð einsog Jón Helgason hefur
bent á: „Okkur þykir sjálfsagt að leita fyrst hins elzta; þær bækur sem næstar eru upptökum
og höfundi metum við mest. Njála frá því um 1300 er okkur dýrmætari en önnur sem er 100
eða 200 árum yngri. En þetta mat er komið frá fræðimönnum. Áður fyrr meðan íslenzkir
lesendur voru óspilltir af hálfvísindalegum hugsanagangi litu þeir öðruvísi á þetta. Það er
hætt við að mönnum á 16du eða 17du öld hafi þótt bók frá því um 1300 helzt til fornleg að
stafagerð og rithætti, seinleg aflestrar og langtum torráðnari en önnur miklu yngri. Ef um
tvennt var að velja, kjöru þeir fremur þá sem nýleg var, en höfnuðu hinni.“ (Jón Helgason
1958, 29).
5 Um það segir Helle Jcnsen: „En oget skepsis over for stemmaets forklaringspotentiale
kommer bl.a. frem, nár muligheden for at konstruere en og kun en arketype pá grundlag af
de overleverede hándskrifter skal vurderes. Ofte bliver resultatet, at man má regne med flere