Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 52
50
Örnólfur Thorsson
‘kassanna’ segir ekkert um handritið, hvort það er heillegur texti verksins eða brot. Lengd
‘kassanna’ (bæði þeirra gráu og þeirra strikuðu) gefur vísbendingu um nákvæmni
aldursgreiningarinnar (sbr. t.d. þá sem tákna Möðruvallabók og ná frá því um 1330 fram um
1370). Bjarni Guðnason leiddi að því rök í fyrirlestri á málþingi Stofnunar Sigurðar Nordals
24.-26. júlí 1988 að Heiðarvíga saga kunni að vera nokkru yngri en áður var talið, yngri en
Laxdæla saga, og jafnvel ekki samin fyrr en á síðari hluta aldarinnar (því miður hef ég
fyrirlesturinn ekki undir höndum og verð að vitna til hans eftir minni). Og nú síðast hefur
Jónas Kristjánsson varpað fram þeirri hugmynd (í fyrirlestri sem haldinn var á vegum
Stofnunar Sigurðar Nordals 20. mars 1990) að Snorri hafi skapað bókmenntagreinina
Islendinga sögur með Eglu sinni og samið hana nærri 1240. Óljóst er hins vegar hvaða
afstöðu Jónas hefur til aldurs annarra „gamalla" sagna einsog Kormáks sögu og Hallfreðar
sögu sem ættu samkvæmt þessu að vera samdar eftir miðja 13. öld enda þótt flestir fræði-
menn telji þær frá fyrri hluta aldarinnar. Það virðist raunar nokkuð áberandi, að nákvæmar
rannsóknir virðast færa sögur mjög nærri elsta varðveitta handriti. Það á t.d. við um Fóst-
bræðra sögu (Jónas Kristjánsson 1972), Egils sögu, Gunnlaugs sögu, Laxdælu, Brennu-Njáls
sögu og nú síðast Heiðarvíga sögu.
13 í útgáfu fyrirlestranna var sleppt umfjöllun um þessar sögur: Egils sögu (ÍF II 1933),
Gunnlaugs sögu ormstungu (ÍF III 1938), Hænsna-Þóris sögu (ÍF III 1938), Eyrbyggja sögu
(ÍF IV 1935), Laxdæla sögu (ÍF V 1934), Gull-Þóris sögu, Vopnfirðinga sögu, Þorsteins sögu
hvíta, Þorsteins sögu Síðu-Hallssonar, Hrafnkels sögu Freysgoða, Droplaugarsona sögu,
Brennu-Njáls sögu og Flóamanna sögu. Þá slepptu útgefendurnir fyrirlestrum um þessa
þætti: Hrafns þátt (ÍF VIII 1939), Odds þátt Ófeigssonar (ÍF VII 1936), Svaða þátt og
Arnórs kerlingarnefs, Þórhalls þátt knapps, Sneglu-Halla þátt, Þorleifs þátt jarlaskálds,
Þorvalds þátt tasalda, Þórarins þátt Nefjólfssonar, Draum Stjörnu-Odda, Þorsteins þátt
stangarhöggs, Gunnars þátt Þiðrandabana, Brandkrossa þátt, Draum Þorsteins Síðu-
Hallssonar, Þorsteins þátt uxafóts og Þiðranda þátt og Þórhalls. Vonandi verður þess ekki
langt að bíða að fyrirlestrar Björns M. Ólsen verði allir gefnir út í aðgengilegri útgáfu.
14 Sbr. Landnáma og Egils Saga. Aarboger for nordisk oldkyndighed og historie, 1904,
167-247; Landnáma og Hænsa-Þóris Saga. Aarboger for nordisk oldkyndighed og
historie,1905, 63-80; Landnáma og Eyrbyggja Saga. Aarboger for nordisk oldkyndighed og
historie, 1905, 81-117; Landnáma og Laxdæla Saga. Aarboger for nordisk oldkyndighed og
historie, 1908, 151-232; Landnáma og Gull-Þóris (Þorskfirðinga) saga. Aarboger for
nordisk oldkyndighed og historie, 1910, 35-61.
15 Hér verður ekki vikið að tilgátum Björns Karels um aldur sögunnar, en hann taldi hana
samda um 1300 (sbr. 1923 xviii, xliii).
16 Um það misræmi fjalla t.d. Björn K. Þórólfsson (1923) í formála sínum að sögunni, Guðni
Jónsson (1943) í sínum inngangi (íslenzk fornrit VI) og Anna Holtsmark (1928) í grein sinni
um vísur og texta í Hávarðar sögu. Auk þess víkur Jakob Benediktsson (1968) að þessu
misræmi í skýringargreinum sínum við Landnámabók (t.d. á bls. 188 og 190) og Jón
Jóhannesson (1941) í bók sinni um Gerðir Landnámabókar (t.d. á bls. 39 og 105). Þessir
fræðimenn eru að heita má allir sammála um að Sturla hafi haft eldri gerð sögunnar undir
höndum þegar hann tók saman Landnámu sína. Einna nákvæmasd samanburðurinn er í
formála Guðna (lxxxiv-xc) og hann kemst að þeirri niðurstöðu að sögurnar hafi verið tvær,
eldri og yngri Hávarðar saga. Þá eldri telur hann að öllum líkindum samda „[...] eftir
gömlum vestfirzkum arfsögnum á fyrra hluta 13. aldar“ (lxxxix) en þá yngri „[...] á fyrra
helmingi 14. aldar.“ (xc)
17 Átök Ólafs Hávarðarsonar og Þormóðar draugs í skálanum á Bakka (íslendinga sögur II
1987, 1303-1304) minna mjög á fræga glímu Grettis Ásmundarsonar og Gláms (íslendinga
sögur II 1987, 1009-1011) og höfundur Hávarðar sögu hefur sýnilega þekkt til Grettlu. Hér
er ekki tóm til að fjalla nánar um samband þessara texta en aðeins nefnt að frásögn Grettlu