Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 58
56
Eiríkur Rögnvaldsson
myndum (t.d. afturgöngum, en bæði er til afturganga kv. og afturgangur kk.)?
Á að flokka lýsingarhætti undir sagnir, lýsingarorð eða hafa þá sér? Á að gefa
upp (búa til) nefnifall eintölu af nafnorðum sem aðeins koma fyrir í fleirtölu
eða aukafalli?
Þetta er aðeins brot af þeim vandamálum sem leysa þarf úr. Oft er ómögulegt
að leysa þau svo að ótvírætt sé; en reynt hefur verið að koma upp skýrum
vinnureglum þannig að væntanlegir notendur geti auðveldlega áttað sig á því
við hvað er miðað.
2. Hlutfallsleg tíðni orðflokka
Nú er lemmun lokið, þannig að hægt er að gera sér grein fyrir orðaforða
sagnanna. Hér gefst einnig gott tækifæri til samanburðar við nútímaíslensku,
vegna þess að hjá Orðabók Háskólans er um þessar mundir unnið að
tíðniorðabók yfir íslenskt nútímamál. Niðurstöður úr frumkönnun vegna
þeirrar bókar birtust í grein Friðriks Magnússonar (1988) í Orði og tungu. Þær
eru hafðar hér til samanburðar, en miklu marktækari samanburður verður
mögulegur þegar tíðniorðabókinni verður lokið. En lítum nú á töflu 1 þar sem
borin er saman hlutfallsleg tíðni einstakra orðflokka í Islendinga sögum og
nútímamáli:3
Tafla 1: Hlutfall orðflokka í Islendinga sögum og nútímamáli (%)
1 2 3 4 5
ísl. OH ísl. OH ísl.
orð orð lesmáls- lesmáls- með
orð orð sérnöfnum
No: 58,34 56,94 15,63 25,22 28,25
So: 11,58 12,17 27,09 19,20 22,95
Lo: 22,81 16,69 4,26 6,68 3,61
Ao: 5,65 7,30 23,13 22,29 19,60
Fn: 0,42 0,54 12,64 12,09 10,71
St: 0,16 0,47 15,18 12,17 12,86
To: 0,26 5,01 0,84 2,01 0,71
í fremsta dálknum er sýnt hlutfall orða af hverjum orðflokki í íslendinga
sögum. Heildarfjöldi orða í textunum - fyrir utan sérnöfn - er tæplega 12500.
Þar af eru nafnorð langflest, eða um 7300 alls; lýsingarorðin eru næstflest, um
2850; þá koma sagnir, um 1450; og atviksorð, um 700. Hér ber þess að geta að
forsetningar eru flokkaðar með atviksorðum, eins og gert er í tíðnikönnun
Orðabókar Háskólans. Lokuðu orðflokkarnir, fornöfn, samtengingar og