Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 59
Orðstöðulykill Islendinga sagna
57
töluorð, eru svo þarna langt fyrir neðan. Nauðsynlegt er að benda á það hér, að
manna- og staðanöfn eru ekki með í orðstöðulyklinum, heldur er ætlunin að
gera sérstaka skrá um þau. Væru þau með myndi hlutfall nafnorða að sjálfsögðu
hækka hér töluvert.
I næsta (2.) dálki eru birtar sambærilegar hlutfallstölur úr könnun Orða-
bókar Háskólans á orðtíðni í nútímamáli. Það vekur athygli hve hlutföllin eru
ótrúlega lík í þessum tveim dálkum. Þannig eru nafnorð 58,34% heildar-
orðaforðans í Islendinga sögum, en 56,94% í nútímamáli; sagnir eru 11,58%
orðaforðans í Islendinga sögum, en 12,17% í nútímamáli; o.s.frv. Helst er
munur á lýsingarorðum; þau eru 22,81% orðaforðans í Islendinga sögum, en
16,69% í nútímamáli. Einnig er mikill munur á töluorðum, en þau eru svo fá að
naumast er ástæða til að leggja út af honum; þó kemur manni ekki á óvart að
fleiri töluorða sé þörf í talnaþjóðfélagi nútímans.
í næsta (3.) dálki er sýnt hlutfall lesmálsorða af hverjum flokki í textanum;
þ.e., hversu oft orðmyndir sem tilheyra hverjum flokki koma fyrir. Þar er
myndin öll önnur. Sagnirnar eru þar efstar, með u.þ.b. 27% eða rúm 200 þúsund
dæmi, og næst koma atviksorð með rúm 23% eða ríflega 170 þúsund dæmi. Rétt
er að minna á að þar eru forsetningar inni í, og meginhluti dæmanna er frá þeim.
Nafnorð og samtengingar eru svo á svipuðu róli; milli 110 og 120 þúsund dæmi
um hvorn flokk. Fornöfnin koma ekki langt fyrir neðan, með um 95 þúsund
dæmi; en sá flokkur sem hefur næstflest mismunandi orð, lýsingarorðin, er með
næstfæst dæmi í texta; rúm 30 þúsund. Töluorðin eru svo langneðst.
I næsta (4.) dálki koma sambærilegar tölur fyrir nútímamál, úr könnun
Orðabókar Háskólans. Séu þessir tveir dálkar bornir saman virðist í fljótu
bragði vera mikill munur á, einkum á nafnorðunum; en þá ber þess að gæta að
sérnöfn eru með í nútímamálskönnuninni, en ekki í tölunum um íslendinga
sögur, eins og áður sagði. Þess vegna er eðlilegra að bera saman 4. og 5. dálk en
3. og 4. I þeim 5. hefur áætluðum fjölda dæma um sérnöfn verið bætt við tölu
lesmálsorðanna. Þótt enn hafi ekki verið gerð nákvæm skrá um þau er einfalt að
gera þetta með því að leggja saman heildardæmafjöldann sem orðstöðulykillinn
nær yfir, tæp 750 þúsund, og draga þá tölu frá heildarorðafjölda textanna, 885
þúsund. Þá fást hlutfallstölurnar í 5. dálki.
Ef þær eru bornar saman við nútímamálstölurnar í þeim 4. koma enn í ljós
mikil líkindi. Mesti munurinn er á sagnorðum og lýsingarorðum. Hann skýrist
þó að talsverðu leyti af því að í könnun Orðabókar Háskólans er lýsingarháttur
þátíðar ýmist greindur sem lýsingarorð eða sagnmynd, eftir setningafræðilegri
stöðu. Við höfum hins vegar ævinlega greint hann sem sagnmynd, ef viðeigandi
sögn kemur fyrir. Ef hann væri greindur sem lýsingarorð þar sem
setningafræðileg staða gefur tilefni til þess myndi hlutfall lýsingarorða hækka
talsvert en hlutfall sagna lækka að sama skapi; og hvorttveggja færði tölurnar í
átt til nútímamálstalnanna.
Ekki verður annað sagt en þessar tölur sýni ótrúlegan stöðugleika málsins;
bæði hlutfall mismunandi orða og lesmálsorða í hverjum flokki er mjög svipað.