Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 62
60
Eiríkur Rögnvaldsson
Aðeins 10 af algengustu nafnorðunum í íslendinga sögum komast í hóp 38
algengustu nafnorða í könnun Orðabókarinnar. Þess ber þó að geta að
nafnorðanotkun er að sjálfsögðu mjög háð efni þess texta sem skoðaður er, og
ef bornir væru saman einhverjir tveir nútímamálstextar um mismunandi efni er
alls óvíst að meira yrði þar sameiginlegt. En það er gaman að sjá hvaða nafnorð
eru þarna algengust. maður er langefst, sem varla kemur á óvart, en ég veit ekki
hvort menn hafa átt von á að konungur og skip kæmu næst. Mörg skyldleikaorð
eru á skránni; sonur, bróðir, frændi, faðir, dóttir, móðir. Þarna eru einnig
líkamshlutar; hönd, höfuð,fótur. Árstíðirnar eru þarna, og tímar sólarhringsins;
dagur, sumar, nótt, morgunn, kveld, vor, vetur. Þá eru þarna vopn og verjur, og
önnur orð sem tengjast vígaferlum; sverð, spjót, skjöldur; sök, lið, víg.
Þá eru það lýsingarorðin, þar sem sömu orð eru í efstu sætunum í Islendinga
sögum og nútímamáli; það eru lýsingarorð almennrar merkingar: mikill,
margur, góður, lítill. Að öðru leyti eru álíka fá sameiginleg orð með nútíma-
málinu og var í nafnorðunum. Hér eru áberandi orð sem notuð eru í mann-
lýsingum; sterkur, ungur, gamall, vænn, vitur, vinsæll, fríður, auðigur, ríkur,
ágætur o.s.frv.
Þegar sagnirnar eru skoðaðar gjörbreytist myndin. Þar er mjög mikið sam-
eiginlegt; sömu sagnir í tveim efstu sætunum, og röðin að öðru leyti ótrúlega
lík, þótt vissulega hafi talsverðar breytingar orðið. Auk hjálparsagna eru þarna
áberandi sagnir sem vísa til samtala; segja, mœla, kveða, svara, spyrja, tala.
Einnig sagnir sem vísa til ferða manna og hreyfinga; koma, fara, ganga, ríða,
standa, sitja, hlaupa. Þá eru sagnir sem tengjast vígaferlum, eins og falla, drepa,
veita, sækja, höggva. Helstu breytingarnar sem þarna koma fram eru að sagn-
irnar mæla og kveða detta út; og hjálparsagnir eins og verða, eiga og geta hækka
í röðinni í nútímamáli.
Að lokum eru það atviksorð og forsetningar. Þar eru ekki miklar breytingar,
en þó hefur neitunarorðið eigi alveg fallið út. Einnig má benda á að forsetn-
ingarnar íog til eru u.þ.b. jafnalgengar í fornmáli; en í nútímamáli er ítvisvar til
þrisvar sinnum algengari en til. í hefur líka mikla yfirburði yfir aðrar forsetn-
ingar í nútímamáli, en til er komið niður fyrir á, og til jafns við við og um.
4. Framhaldsrannsóknir
Hér hefur aðeins verið drepið á örfá atriði sem hægt er að kanna með hjálp orð-
stöðulykilsins. Við munum á næstunni vinna að ýmiss konar tíðniathugunum
í framhaldi af þeim sem hér eru birtar. Þar á meðal eru athuganir á tíðni
einstakra gilda málfræðilegra formdeilda, s.s. tíðni falla, hátta o.s.frv.; og
athuganir á tíðni einstakra forskeyta og viðskeyta.
Nú er hafin vinna við Orðabók um Islendinga sögur, en orðstöðulykillinn
verður aðalundirstaða þess verks. Þegar hefur komið í ljós hversu gífurlegur
munur það er að semja orðabókarlýsingu út frá dæmasafni af þessu tagi; hægt