Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 63
Orðstöðulykill íslendinga sagna
61
er að átta sig mun betur á notkun orða, merkingarblæbrigðum, setningarstöðu
o.s.frv. en mögulegt væri ef lýsingin byggðist á tilviljanakenndri orðtöku.
Þá er einnig hafin viðamikil könnun á setningafræði fornra frásagnartexta,
sem byggist einkum á orðstöðulykli Islendinga sagna, svo og orðstöðulykli
Sturlungu, sem er í undirbúningi. Gerðar hafa verið tilraunir sem sýna að með
hjálp orðstöðulykilsins er hægt að kanna á stuttum tíma ýmis atriði sem áður
voru margfalt tímafrekari (sjá Eirík Rögnvaldsson 1990, Kristínu Bjarnadóttur
1990). Einnig hefur orðstöðulykillinn þegar komið að góðu gagni í kennslu.
Ótalin eru svo þau not sem fræðimenn og áhugamenn á ýmsum öðrum
sviðum hafa af orðstöðulyklinum. Þegar hafa ýmsir fengið aðgang að honum til
dæmasöfnunar; einkum bókmenntafræðingar, en einnig sagnfræðingar og
áhugamenn um einstök atriði (s.s. glímu og refi, svo að eitthvað sé nefnt).
Fullvíst er að á næstu árum eiga menn eftir að sjá sitthvað í nýju Ijósi fyrir at-
beina orðstöðulykilsins, og við vonum að hann geti orðið undirstaða frjórra
hugmynda og traustra rannsókna á máli og menningu íslendinga að fornu.4
Tilvísanir
1 Ornólfur Thorsson bjó hinn tölvutæka texta undir framhaldsvinnslu með aðstoð Stefáns
Briem. Eiríkur Rögnvaldsson hefur séð um lemmun textans, en að prófarkalestri hafa
einkum unnið Bergljót Kristjánsdóttir og Guðrún Ingólfsdóttir, og auk þeirra Bragi
Halldórsson og Jón Torfason.
2 Sjá einnig hliðstæða verklýsingu í grein Eiríks Rögnvaldssonar og Örnólfs Thorssonar
(1989) í Saga News.
3 Vegna þess að enn er eftir að færa inn leiðréttingar sem gerðar hafa verið við prófarkalestur
eru þessar tölur ekki alveg nákvæmar. Munurinn á þó ekki að geta skipt máli fyrir
heildarmyndina.
4 Þessi grein byggist á fyrirlestri sem haldinn var á 4. Rask-ráðstefnu íslenska málfræði-
félagsins í Odda, 25. nóvember 1989. Hér er þó ýmsu breytt frá þeirri gerð.
Heimildir
Eiríkur Rögnvaldsson. 1990. Quirky Subjects in Old Icelandic. Proceedings of tbe Twelfth
Scandinavian Conference of Linguistics. Málvísindastofnun Háskóla íslands, Reykjavík
(væntanlegt)
Eiríkur Rögnvaldsson og Örnólfur Thorsson. 1989. Fornir textar í tölvubanka. Saga News
4:19-24.
Friðrik Magnússon. 1988. Hvað er títt? Tíðnikönnun Orðabókar Háskólans. Orð og tunga
1:1-49.
Kristín Bjarnadóttir. 1990. Dativus sympatheticus. Óprentuð ritgerð, Háskóla íslands,
Reykjavík.