Skáldskaparmál - 01.01.1990, Page 65
Skáldsöguvitund í íslendingasögum
63
Hvert er þá hið stóra viðfangsefni skáldsögunnar sem bókmenntagreinar,
eitthvað sem skín í gegnum allan margbreytileika hennar? Er það ekki öðru
fremur ferðin sem hetjan fer, af stigi sakleysis á stig reynslu, frá vanþekkingu til
þess að átta sig á því hvernig hlutunum er í raun fyrir komið (hér er ég auðvitað
að ræða skáldsagnalistina fram að módernismanum). Hið stóra þema eða
meginhugsun skáldsögunnar frá þessum sjónarhóli er munurinn á sýnd og
reynd. í hetjukviðum og síðari tíma rómönsum getur hetjan lent í ótrúlegum
raunum, en hún rækir jafnan sitt hetjuhlutverk, hvort sem hún sigrar eða bíður
ósigur. Vonbrigðin eru einkennandi fyrir skáldsöguna, þroskinn er leiðin frá
barnslegum vonum til visku uppgjafarinnar.
En sé munurinn á sýnd og reynd höfuðeinkenni skáldsöguvitundar, má auð-
vitað finna hana í mörgum bókmenntagreinum, einsog þeir sem fengist hafa við
skáldsagnafræði á þessari öld hafa bent á. Hún fæðist í uppgjöri við hetjuhug-
sjónina, einsog hún hafði birst í söguljóðum og þó enn frekar riddarasögum.
Þess vegna tekur bandaríski fræðimaðurinn Maurice Shroder í grein um skáld-
söguna sem bókmenntagrein dæmi um skáldsöguvitund úr leikriti eftir Shake-
speare.2 Það er eintal Falstaffs - í prósa - úr Hinrik IV, fyrra leikriti. Þetta er
kvöldið fyrir orustu, Falstaff og Hinrik prins eru að ræðast við:
Falstaff: Hinsi, ef þú sérð mig flatan í orustunni, og klofar yfir mig, svona, þá er það
vinargreiði.
Hinrik Prins: Enginn nema risi getur gert þér þann vinargreiða. Lestu bænirnar, og
vertu sæll.
Falstaff: Betur að væri kominn háttatími, Hinsi, og allt á þurru.
Hinrik Prins: Hvað þá! Þú skuldar guði líf þitt.
Hann fer.
Falstaff: Það er ekki fallið í gjalddaga; mér væri illa við að borga honum fyrr. Hvað
ætli ég sé svo framhleypinn, þegar ekki er á mig kallað? Jæja, skiptir engu; sæmdin
rekur mig áfram. Já, en ef sæmdin rekur mig í gegn, um leið og hún rekur mig áfram?
hvað þá? Getur sæmdin sett á mann fót? nei; eða handlegg? nei; eða dregið sviða úr
sári? nei. Ber þá sæmdin ekkert skyn á bartskeralist? nei. Hvað er sæmd? Orð. Hvað
felst í þessu orði, sæmd? hvað er þessi sæmd? Loft. Laglegur máldagi! Hver á hana?
sá sem dó á miðvikudaginn. Finnur hann fyrir henni? nei. Heyrir hann hana? nei. Er
hún þá ókennileg? já, hinum dauðu. En lifir hún þá ekki með lifendum? nei. Hví
ekki? rógurinn bannar það. Þessvegna vil ég ekki snefil af henni. Sæmd er ekki annað
en krotaður merkisskjöldur; og þannig lýkur mínu spurningakveriý
Það merkilega við skömm Falstaffs á sæmdinni er að hann sleppur með hana,
hann er heigull á mælikvarða hetjuhugsjónarinnar, en slyngur og útsjónarsamur
á mælikvarða þeirrar stéttar sem koma skyldi.
Skáldsagan kemur sem sagt ekki fram sem afhjúpun eldra sagnaforms, heldur
atlaga að þeirri vitund sem einkenndi það. Sé það rétt að skáldsagan snúist öðru
fremur um muninn á sýnd og reynd, blasir veruháttur hennar við, en það er
írónían. Irónía sem gagnvart riddarasögum verður eins konar afskáldun skáld-
skaparins, afhjúpun hins upphafna. En írónían er tvíræð, þetta er ekki hin beina