Skáldskaparmál - 01.01.1990, Síða 67
Skáldsöguvitund í Islendinga sögum
65
En Bakhtin telur að við séum strax einhverju nær ef við lítum á sjálfskilning
skáldsögunnar einsog hann var á þeirri öld þar sem hún varð verulega áhrifa-
mikil, 18. öld. Hann var nokkurn veginn á þessa leið að sögn Bakhtins: 1.
Skáldsagan mátti ekki vera „skáldleg" í hefðbundnum skilningi. 2. Hetjan mátti
ekki vera hetja í skilningi söguljóðs eða harmleiks. 3. Hetjan er ekki fullgerð,
heldur þróast eða þroskast, og er fær um að læra af reynslunni. 4. Skáldsagan
ætlar sér að vera nútímanum það sem söguljóðið var fornöldinni.
Vaknandi sjálfsvitund skáldsögunnar sýnir hana sem gagnrýna og sjálfsgagn-
rýna bókmenntagrein, andsnúna tilgerð fyrri greina, opna fyrir breyttum veru-
leik. Hún sker sig að dómi Bakhtins einkum að þrennu leyti frá öðrum grein-
um. í fyrsta lagi vegna stíllegrar þrívíddar sinnar: Skáldsagan er „polyglot", í
henni eru töluð mörg tungumál. Þar er ekki bara eitt hátíðlegt bókmál, heldur
kemur líka fram tungutak alþýðunnar og reyndar talsmátar úr öllum áttum.
Vegna þess að skáldsagan byggist á samræðunni, geta heyrst í henni margar
raddir samtímis, orðin eru ekki einræð, heldur fá merkingu sína af því hver
notar þau. I öðru lagi byggir skáldsagan á öðrum skilningi á samhengi fortíðar
og samtíðar en söguljóðið og í þriðja lagi opnar hún bókmenntalegu myndmáli
ný svið með beinni tilvísun til veruleikans. Með skáldsögunni verður
spurningin um samsvörun listar og veruleika aftur aðkallandi.
Þetta skýrist betur ef við hugleiðum hver Bakhtin telur vera höfuðeinkenni
söguljóðsins. Þar er fyrst til að taka að hljómbotn þess er hugmyndin um tilvist
þjóðlegrar, epískrar fortíðar. Þetta er fortíð landnema og brautryðjenda, gull-
aldar. Sá sem segir söguna eða syngur ljóðið fjallar um tíma sem er honum
algerlega óaðgengilegur. I öðru lagi er þjóðleg hefð og ekki persónuleg reynsla
efnisbrunnur söguljóða. Söguefnið er aldrei á sama sviði og veröld samtímans.
I þriðja lagi er óbrúanleg fjarlægð milli epískrar fortíðar og þess veruleika sem
sögumaðurinn eða söngvarinn og áheyrendur hans búa við. Söguljóðið hyllir
semsé fortíðina, og minnið er æðsti hæfileiki mannsins. Fortíðin er lokuð.
Hefðin færir okkur söguefnið, og það þýðir líka að ekki er til nein persónuleg
nálgun þess, engin mismunandi sjónarhorn. Það er aðeins til eitt grundvallandi
gildismat í heimi hetjubókmennta, mismunandi túlkanir eru óhugsandi.
Bylting skáldsögunnar innan frásagnarlistar felst í að gera samtímaveruleik
að listrænum efnivið, og sýna hann sem jafn opinn og vafasaman og lesendur
þekkja hann. Hetjuhugsjónin er hins vegar ævinlega tengd epískri fortíð, það er
mjög erfitt að vera mikilmenni í samtíma sínum, einsog menn vita. Heimur hins
klassíska söguljóðs var heimur löngu glataðrar fortíðar, ekki þeirrar þátíðar sem
tengd er samtímanum ótal böndum.
Það er alltaf eitthvað hátíðlegt og opinbert við hljóm hetjukviðanna, heims-
mynd þeirra og málfar. Skáldsagan er óopinber, og á óopinberu máli. Jafnvel þótt
efniviður sé sóttur til epískrar fortíðar, er fjarlægðin ekki hátíðleg, hetjurnar
verða kunnuglegar einsog í gamanleikjum. Það er aðall skáldsögunnar að dómi
Bakhtins að tileinka sér heiminn með hlátri og alþýðlegu tungutaki, gera hann
þar með kunnuglegan, og sjá hann í verðandi sinni. Heimur skáldsögunnar er
5