Skáldskaparmál - 01.01.1990, Side 69
Skáldsöguvitund í íslendinga sögum
67
ekki alger, fortíðin er tengd ritunartímanum ótal böndum sem sagnaritararnir
eru sífellt að draga fram. Við sjáum jafnframt hetjur, sem tjá hefð- eða klisju-
bundna hetjuhugsjón, birtast í athöfnum og sýnast ganga upp í örlögum sínum.
En þessar hetjur bera sumar einstaklingseinkenni og heita eiginnöfnum. Og það
er einstætt miðað við hetjusögur margra annarra landa, hversu mikla áherslu
Islendingasögur leggja á samfélag og siðvenjur, og áþreifanlegan vanda tengdu
efnahagslífi, einsog þeir Scholes og Kellogg benda á.8 Aftur á móti stunduðu
höfundar þeirra ekki mismunandi túlkun á hefðbundnum efnivið. Ef við
fikrum okkur eftir þessum mælikvörðum, komumst við líklega að þeirri niður-
stöðu að Islendingasögur séu sérstök bókmenntategund, söguljóð í óbundnu
máli með einstaka einkenni skáldsagna. Það er tæpast frumleg niðurstaða og
ekki til að skrifa heim um. En er þá ekki frjórra að orða spurninguna sem svo:
Getum við séð skáldsöguvitundina, sem ég kalla svo, þemað um sýnd og reynd,
afhjúpun hetjuhugsjónar, meðvitund um form og írónískan frásagnarhátt,
getum við séð þessa vitund gægjast fram í Islendingasögum? Og þá er svarið
held ég já, en í mjög mismiklum mæli eftir sögum.
Hér má minna á grein Helgu Kress um Fóstbrœðrasögu, þar sem hún finnur
bæði íróníu, afhjúpun hetjuhugsjónar og gróteskan húmor í skilningi Bakhtins
í verkinu, og þá ekki síst í umdeildum klausum sögunnar sem svo eru nefndar.
Þar mætti segja að skáldsöguvitundin brjótist fram með svo afgerandi hætti að
fræðimenn hafa helst ekki viljað trúa því að klausurnar hafi tilheyrt sögunni alla
tíð.9
Hugmyndin um skáldsöguvitundina í Islendingasögum er að vísu kenning
sem Steblin-Kamenskij hefði seint samþykkt, ef marka má hans ágætu bók um
heim Islendingasagna.10 Rök hans gegn því að líkja Islendingasögum við
raunsæjar skáldsögur eru þau helst að á ritunartíma Islendingasagna hafi menn
ekki þekkt hugmyndina um listrænan sannleik, um sennileika líkt og í raun-
sæissögum nýaldar. íslendingasögurnar hafi verið einþættur sannleikur,
hugsmíð sem tekin var trúanleg í hvívetna. Sem dæmi nefnir hann fróðleik
sagnanna: Fróðleikur í raunsæissögum nýaldar sé partur af forminu, aðferð til
að gefa yfirbragð sennileika. En í Islendingasögum morar allt í listsnauðum
fróðleik, vegna þess að hánn var partur af inntaki, ekki formi.
I Islendingasögum er því einræður sannleikur og höfundskapur þeirra
ómeðvitaður að sögn Steblin Kamenskij, höfundur vill ekki orka á efni, bara á
form. Höfundur skynjaði skv. honum ekki starf sitt sem listsköpun; það sem
menn skynjuðu sem list á þessum tíma voru vísurnar, þar sem formið er í raun
órafjarri inntakinu, og gífurlega mikið er fyrir því haft. Til að undirstrika
andstæðuna við raunsæissögur nýaldar nefnir hann fjarvist náttúrulýsinga í
Islendingasögum, en í bókmenntum nýaldar eru þær einatt sönnun listrænnar
upplifunar, merki höfundar. Það er athyglisvert að eiginlega er það ein forsenda
Steblin Kamenskij að menn hafi ekki skynjað Islendingasögur með hliðsjón af
öðru formi.
Hann játar að þær hafi átt epísóðíska byggingu um eina hetju sameiginlega