Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 70
68
Halldór Guómundsson
með raunsæissögum, en það er listrænt bragð í skáldsögum, afleiðing sannleiks-
ástar í Islendingasögum. Þar er efnið illdeilur, og öllum fróðleik um tiltekin
deilumál er haldið til haga. Jafnframt er þessi efniviður Islendingasögum sam-
eiginlegur, og það eru ekki til margar túlkanir á honum, einsog ef um bók-
menntaefnivið væri að ræða (það er skemmtilegt að sjá að hér minnir rökfærsla
Steblin Kamenskij á kenningar landa hans Bakhtins). Islendingasögur geta því
ekki einsog raunsæissögur seinni tíma verið e. k. dæmisögur, tilraunir til að
koma hugsjón á framfæri, láta persónur eða atburði vera holdtekju hugmynda.
Þetta tengist persónusköpuninni: Bókmenntatýpur í nútímamerkingu eru ekki
til í miðaldabókmenntum, vegna þess að einstaklingseinkenni og alhæfing gátu
ekki farið saman. Annað hvort voru persónur sannsögulegar eða alhæfingar,
segir Steblin Kamenskij, og persónusköpun Islendingasagna beinist öll að því
að vera sannsöguleg.
Hér gæti sýnst sem svo að allar hugmyndir um skáldsöguvitund í Islend-
ingasögum séu jarðsungnar. En gallinn við röksemdir Steblin Kamenskij er
annars vegar sá, að hann gleymir hlutverki Islendingasagna sem sagna-
skemmtan, en allri skemmtan fylgir meðvituð vinna með form, og svo sýnast
röksemdir hans eiga mjög misvel við Islendingasögurnar. Mig langar að taka
dæmi af Hávaróar sögu Isfirðings þessu til staðfestingar. I fyrsta lagi vegna þess
hve sagan ber skýr einkenni sögumanns, einsog þeir Svarthvítingar vekja
athygli á í skýringum sínum.11 Það er ekki mikil hlutlægni í þeirri frásögn þar
sem manni er lýst svo strax í upphafi máls: „Vakur var systursonur Þorbjarnar.
Var hann maður lítill og smáskitlegur, vígmáligur og títtmáligur, fýsti Þorbjörn
frænda sinn jafnan þess er þá var verr en áður. Varð hann af því óvinsæll og
unnu menn honum sannmælis."12 Hér verður ekki betur séð en að sagnabragð-
inu um almannaróm sé beitt í nánast írónísku skyni. Formvitund sögunnar
kann líka að birtast í því að landafræði er hagrætt til að koma fyrir nauðsyn-
legum deilum um hvalreka, og að í henni er lítið af því sem Steblin Kamenskij
kallar listsnauðan fróðleik. Hér er ekki ættartölunum fyrir að fara, þess aðeins
getið ef menn eru stórættaðir (þetta á sagan reyndar sameiginlegt með Fóst-
brxðrasögu). Ennfremur ber mikið á atriði sem Bakhtin telur eiga stóran þátt í
þróun evrópsku skáldsögunnar á síðmiðöldum, en það eru þau not sem
höfundur hefur af munnmælum og þjóðsagnaefni. Hér eru þrítekningar,
Hávarður liggur þrisvar tólf mánuði áður en hann mannar sig upp í hefndir,
Bjargey kona hans á þrjá bræður (grunsamlega fiktífir karlar reyndar) og biður
þá liðveislu með myndrænu og þjóðsagnalegu orðalagi. Þarna er líka drauga-
glíma og blóðfullir skór einsog í öllum góðum ævintýrum.
En svo er annað sem minnir á það sem Helga Kress hefur dregið fram um
Fóstbræðrasögu: Ekki verður betur séð en höfundur sé afar áhugalítill um
hetjuhugsjónina. Eina hetjan í hefðbundnum skilningi er Ólafur í upphafi sögu,
og hetjuskapur hans sýnist ekki fólginn í öðru en bjarnaryl og smalamennsku;
ásamt hæfilegri einfeldni virðist hann raunar verða honum að falli. Hinar
raunverulegu hetjur sögunnar, og þær sem fara með sigur af hólmi, eru konur,