Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 72
70
Halldór Guðmundsson
Eftir það þagnar hann nokkura stund.
Og er honum hitnar þá mælti hann: „Það er þó að segja að mikla gersemi á eg þar
sem þú ert. Er það og satt að segja að slíkur rausnarmaður mun eigi finnast sem
Steinþór mágur minn. Er og það vel komið sem hann hefir haft, er það sem eg
varðveitti." (1328)
Og allt meðan þessu fer fram bíður Steinþór bak við fortjald og fylgist með.
Það er kynlífið sem kemur fyrir Atla vitinu, og má telja víst að Rabelais hefði
líkað vel við þá speki.
En það er ekki bara grótesk gamansemi í atburðum, heldur líka í orðalagi
textans sjálfs. Til dæmis þegar Atli og Hávarður hafa sigrað í orustunni undir
lokin og Atli lætur leiða óvini sína fyrir sig: „Hann rak af þeim hárið og gerði
þeim koll og bar í tjöru eftir. Síðan tók hann hníf sinn úr skeiðum og rak af
þeim öllum eyrun og bað þá svo markaða fara á fund Dýra og Þórarins, kvað
þá heldur muna mega að þeir hefðu fundið Atla hinn litla.“ (1332) Lymskuleg
gamansemi höfundur felst í að segja í einu innskoti í næsta kafla, þar sem segir
frá þinghaldinu: „Og er þessum málum var lokið þá komu þar þeir afeyringar
á þingið og segja þessa tíðindi að öllum áheyröndum sem gerst höfðu í ferð
þeirra.“ (1333) Það er erfitt að ímynda sér að höfundur sem finnur upp orðið
afeyringar hafi ekki verið meðvitaður um skemmtigildi verks síns.13
Með þessu er ekki sagt að húmorinn einn feli í sér uppgjör við hetju-
bókmenntir, heldur að sagan geymi, rétt einsog Fóstbrœðrasaga, ótal atvik sem
mynda skopstælingu hefðbundinna hetjufrásagna. Hávarður, Bjargey og Atli:
Það er mikill munur á atgervi þessa fólks og því hetjuhlutverki sem það er látið
leika, og kannski á það sama með öfugum formerkjum við um hetjuna Ólaf.
Auðvitað finnum við ekki hér skáldsögulega köfun í innra líf og einstaklings-
eðli. En skáldsagan fæddist einmitt með paródíu, í skopstælingu hetjubók-
mennta. Svo virðist sem innan Islendingasagna sem bókmenntagreinar hafi líka
orðið til sú meðvitund um form og írónísk afstaða til fyrri hugarheims, sem er
talin einkenna skáldsagnagervingu bókmenntagreina. Þetta er í fleiri sögum, svo
sem Krókarefssögu og Bandamannasögu, sem eiga það sammerkt Hávarðar-
sögu að hafa meiri áhuga á eftirmálum hetjudáða en þeim sjálfum. Þar koma
fram menn sem beita brögðum og hafa enga löngun til að láta sæmdina reka sig
áfram, ef það kostar að hún reki þá í gegn, og eru samt ekki fordæmdir. Þessar
sögur ná því ekki að breyta bókmenntagreininni algerlega einsog Don Kíkóti
riddarasögunum, en þær gera sitt sprell innan formsins (kannski hafa þær
svipaða stöðu og Lazarus frá Tormes gagnvart riddarabókmenntum). Einsog
allar paródíur hafa þær gert áheyrendur meðvitaða um bókmenntagreinina, eflt
með þeim formvitund hvað sem öðru líður.
Svo má velta því fyrir sér hvort þetta sjónarhorn leiði ekki til annars konar
flokkunar Islendingasagna en gæðaflokkun Sigurðar Nordals og Einars Ólafs
Sveinssonar, sem sé flokkunar sagnanna eftir því í hve miklum mæli máfinna
íþeim skáldsöguvitund. Þá er átt við dæmi um íróníu, tvíræða afstöðu til
hetjuhugsjónarinnar og jafnvel skopstælingu hefðbundins viðhorfs, persónur