Skáldskaparmál - 01.01.1990, Blaðsíða 73
SkdldsögHVÍtund í Islendinga sögum
71
sem þróast, skýra formvitund bæði í heildarbyggingu og orðfæri, þemað um
sýnd andspænis reynd. Sögur með skáldsöguvitund þurfa ekki endilega að vera
gamansögur (einsog Bandamannasaga, sem W. P. Ker leggur svo eftirminnilega
áherslu á), þær geta eins verið tragískar, enda segir mér svo hugur að dæmi um
þetta allt megi finna í Grettlu.
Ennfremur mætti hugleiða af hverju þessi þróun hélt ekki áfram í átt til
skáldsagna nýaldar, af hverju borgaralega skáldsagan varð ekki til í okkar mikla
sagnalandi fyrr en um miðja nítjándu öld. Það má mikið vera ef breyttar
þjóðfélagsforsendur eiga ekki þar sinn þátt. Ymsar forsendur frá ritunartíma
sagnanna eru ekki lengur til staðar, svo sem tiltölulega stórar sambýliseiningar,
þjóðfélagslegur hreyfanleiki og allnáin samskipti við erlenda menningu víðs
vegar að, einstaklingshyggja og skortur á miðstjórn og framkvæmdavaldi. En
þetta er önnur saga og lengri.
Sem heild eru Islendingasögur auðvitað skyldari eldri hetjubókmenntum en
skáldsögum nýaldar. Það má meðal annars merkja af því að skáldsagnahöfundar
nútímans geta enn gengið í smiðju Rabelais og Cervantes, en enginn getur
skrifað upp Islendingasögu, nema sem skopstælingu. Aðrar tilraunir í þá átt
verða í besta falli óvart kómískar. Islendingasögur hafa glatað sakleysi sínu og
geta ekki endurheimt það frekar en Hómerskviður, Niflungakviða eða Bjólfs-
kviða.
En skáldsöguvitundin gægðist fram á þessum tíma: Að vissu leyti eru
Hávarður og Bjargey einsog Don Kíkóti og Sansjó Pansa. Hann lifir í heimi úr-
eltra hugsjóna, hún er rödd magans og veruleikans, enda reri hún til fiskjar á
daginn, þessi ár sem karlinn lá fyrir, en vann á næturna það sem hún þurfti
einsog segir í sögunni. I hugarheimi Hávarðar verður þetta hins vegar svo að dag
einn rís hann upp og kveður drýgindalega vísu um að hann hafi ekki fest svefn
síðan Ólafur var veginn, en þá eru liðin þrjú ár. Þá segir Bjargey: „Það er víst, að
þetta er allmikil lygi að þú hafir aldrei sofið á þrem árum.“ (1314) Kannski kem-
ur þarna líka fram munurinn á þessari íróníu og þeirri sem Cervantes beitti. Svo
vísað sé til áður tilfærðra samræðna úr Don Kíkóta, mætti segja að hjá Cervantes
hefði Sansjó Pansa spurt sinn herra eftir slíka yfirlýsingu: „Hversu svafstu?“
Tilvísanir
1 Tengsl íslendingasagna við söguljóðin voru sem kunnugt er viðfangsefni W. P. Ker í kafla
um þær í riti hans Epicand romance (New York 1957).
2 Maurice Z. Shroder: „The Novel as a Genre", í P. Stevick (ritstj.): The Theory of the Novel,
New Yok 1967.
3 William Shakespeare: Hinrik IV, fyrra leikritið, V. þáttur, 1. svið, þýðing Helga Hálfdanar-
sonar.